Greinileg afföll vegna veikinda

Bólusetningar við Covid-19 | 2. febrúar 2022

Greinileg afföll vegna veikinda

Mun færri grunnskólabörn hafa skilað sér í seinni bólusetninguna gegn Covid-19, að sögn Sigríðar Jóhönnu Sigurðardóttur, verkefnastjóra hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 

Greinileg afföll vegna veikinda

Bólusetningar við Covid-19 | 2. febrúar 2022

Um 20-30% þeirra sem voru boðaðir í örvunarskammt hafa verið …
Um 20-30% þeirra sem voru boðaðir í örvunarskammt hafa verið að mæta. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mun færri grunnskólabörn hafa skilað sér í seinni bólusetninguna gegn Covid-19, að sögn Sigríðar Jóhönnu Sigurðardóttur, verkefnastjóra hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 

Mun færri grunnskólabörn hafa skilað sér í seinni bólusetninguna gegn Covid-19, að sögn Sigríðar Jóhönnu Sigurðardóttur, verkefnastjóra hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 

Hún segir greinilegt að afföll vegna veikinda meðal barnanna hafi haft mikil áhrif á mætinguna en starfsfólk heilsugæslunnar hafi fengið upplýsingar um mörg tilfelli kórónuveirusmita í þeim hópi sem var boðaður í vikunni.

Meira en þrjár vikur eru liðnar frá því að bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára gegn Covid-19 hófust í Laugardalshöll með skipulögðum hætti. Á mánudaginn hófust því bólusetningar með seinni skammti bóluefnis fyrir þann aldurshóp.

Í dag fengu hátt í 1.300 grunnskólabörn sinn annan skammt af bóluefni en það eru mun færri en þeir sem fengu sinn fyrsta skammt á sama degi fyrir þremur vikum, að sögn Sigríðar.

Verður hlutfall milli þeirra sem fengu sinn fyrsta og annan skammt af bóluefni gert upp í lok vikunnar.

20-30% mættu í örvunarbólusetningu

Þá hefur mæting í örvunarskammt einnig verið dræm en heilsugæslan hefur verið að senda þeim sem ekki hafa fengið þriðja skammtinn boð um að mæta. Í dag hafa þó einungis um 400 mætt, sem er um 20-30% af fjöldanum sem var boðaður.

Sigríður segir þó bólusetningarnar almennt hafa gengið vel og var dagurinn nokkuð rólegur og góður. 

mbl.is