Sinneps- og hunangsgljáð lambalæri

Uppskriftir | 13. mars 2022

Sinneps- og hunangsgljáð lambalæri

Hér gefur að líta lambalæri sem ætti að æra liðið enda bragðsamsetningar hér sem eru í uppáhaldi hjá ansi mörgum. Dásamlega gott og með geggjuðu meðlæti.

Sinneps- og hunangsgljáð lambalæri

Uppskriftir | 13. mars 2022

Ljósmynd/Íslenskt lambakjöt

Hér gefur að líta lambalæri sem ætti að æra liðið enda bragðsamsetningar hér sem eru í uppáhaldi hjá ansi mörgum. Dásamlega gott og með geggjuðu meðlæti.

Hér gefur að líta lambalæri sem ætti að æra liðið enda bragðsamsetningar hér sem eru í uppáhaldi hjá ansi mörgum. Dásamlega gott og með geggjuðu meðlæti.

Sinneps- og hunangsgljáð lambalæri

  • 1 stk. lambalæri
  • 600 g kartöflur
  • 50 g smjör
  • 80 g rifinn ostur
  • 4 msk. grófkorna sinnep
  • 2 msk. hunang

Timjan

  • 1 box sveppir
  • 1 shallot laukur
  • 3 dl lambasoð (eða vatn og kjötkraftur)
  • 2 msk. rauðvínsedik
  • 2 dl rjómi

Aðferð:

  1. Hitið ofn í 180°C, setjið lærið í ofnbakka og smyrjið með ögn af olíu og kryddið vel með salti og pipar.
  2. Brúnið í í 20 mínútur, blandið sinnepi og hunangi saman ásamt ögn af timjan og smyrjið lærið með.
  3. Lækkið hitann í 160°C og eldið áfram í u.þ.b. klukkustund, eða þar til kjarnhiti passar ykkar smekk, sem fyrir læri er oftast á bilinu 58-68 °C.
  4. Þvoið og sjóðið kartöflur í 16 mínútur, hellið af þeim vatninu og setjið í ofnbakka, kremjið kartöflurnar svo að þær springi ögn en haldi þó forminu að mestu.
  5. Dreifið smjöri yfir kartöflurnar og rifnum osti, bakið við 160°C í 20 mínútur eða þar til osturinn hefur brúnast.
  6. Skerið shallot-lauk fínt, sveppi í báta og kraumið í potti við meðalhita með olíu og ögn af smjöri, bætið ediki við og látið það gufa upp við suðuna.
  7. Soði er bætt við og því næst rjóma, þykkið ef þarf og smakkið til.
  8. Mælum ávallt með notkun á kjarnhitamæli við ofnsteikingu!
Ljósmynd/Íslenskt lambakjöt
mbl.is