Eitt avókadó á viku bætir heilsuna

Heilsurækt | 3. apríl 2022

Eitt avókadó á viku bætir heilsuna

Eitt avókadó á viku gæti minnkað líkur á hjartasjúkdómum um fimmtung segja vísindamenn við Harvard háskóla. Tvö eða fleiri gætu minnkað líkur á hjartasjúkdómum um 21% samanborið við fólk sem ekki neytir avókadó.

Eitt avókadó á viku bætir heilsuna

Heilsurækt | 3. apríl 2022

Avókadó er sögð mjög hollt fyrir hjartað og æðakerfi líkamans.
Avókadó er sögð mjög hollt fyrir hjartað og æðakerfi líkamans. mbl.is/Colourbox

Eitt avókadó á viku gæti minnkað líkur á hjartasjúkdómum um fimmtung segja vísindamenn við Harvard háskóla. Tvö eða fleiri gætu minnkað líkur á hjartasjúkdómum um 21% samanborið við fólk sem ekki neytir avókadó.

Eitt avókadó á viku gæti minnkað líkur á hjartasjúkdómum um fimmtung segja vísindamenn við Harvard háskóla. Tvö eða fleiri gætu minnkað líkur á hjartasjúkdómum um 21% samanborið við fólk sem ekki neytir avókadó.

Avókadó inniheldur hátt hlutfall trefja og heilbrigðrar fitu. Þá hefur avókadó einnig að geyma mörg mikilvæg næringarefni eins og til dæmis magnesíum og vítamín E, C og K.

Fyrri rannsóknir hafa einnig undirstrikað hversu mjög avókadó er gott fyrir heilsuna en bent hefur verið á að avókadó lækki kólestóról og mittismál fólks.

„Rannsóknir okkar benda til þess að það að neyta hollrar fæðu úr plönturíkinu geti gert mikið fyrir hjartaheilsu fólks,“ segir Lorena Pacheco læknir við Harvard háskóla í viðtali við The Telegraph.

Rannsóknin sýndi fram á að það að skipta út t.d. smjöri, osti eða unninni kjötvöru fyrir sama magn af avókadó skilaði sér í minni líkum á að þróa með sér hjartasjúkdóma. Sama mátti ekki segja ef avókadó var skipt út fyrir t.d. ólivu olíu eða hnetur. 

„Þessi niðurstaða skiptir máli því avókadó er mjög vinsæl matvara og fólki finnst avókadó yfirleitt mjög gott á bragðið. Fleiri ættu því að geta stokkið á vagninn og bætt heilsuna til muna. Því ljóst er að það þarf mikinn viðsnúning í þeim efnum.“

mbl.is