Afgreiddu tillöguna daginn eftir

Loftslagsvá | 4. maí 2022

Afgreiddu tillöguna daginn eftir

Tillaga sem fæddist í óformlegu spjalli umhverfisráðherra orkumála á Norðurlöndunum, kvöldið fyrir reglulegan fund þeirra, var tekin inn á dagskrá og samþykkt á fundinum í Osló í gær. 

Afgreiddu tillöguna daginn eftir

Loftslagsvá | 4. maí 2022

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tillaga sem fæddist í óformlegu spjalli umhverfisráðherra orkumála á Norðurlöndunum, kvöldið fyrir reglulegan fund þeirra, var tekin inn á dagskrá og samþykkt á fundinum í Osló í gær. 

Tillaga sem fæddist í óformlegu spjalli umhverfisráðherra orkumála á Norðurlöndunum, kvöldið fyrir reglulegan fund þeirra, var tekin inn á dagskrá og samþykkt á fundinum í Osló í gær. 

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- og orkumálaráðherra, segir í samtali við mbl.is að tillagan snúi að því að koma á formlegum farvegi ráðherranna þar sem hægt sé að deila hugmyndum, reynslu og upplýsingum um framgang aðgerða í loftslagsmálum. 

„Við nýttum kvöldið áður í samtöl og deildum reynslu. Tillagan snýr að því að nota norrænu ráðherranefndina til að koma á með skipulegum hætti miðlun upplýsinga um hvað hver er að gera í hverju landi. Það er engin ástæða til að finna upp hjólið. Hugmyndin kom upp í kvöldverðinum kvöldið áður og var samþykkt seinni partinn í gær,“ segir Guðlaugur Þór.

Gekk óvenju hratt

Hann segir mjög óvanalegt að hlutirnir gangi svona hratt „en það sýnir bara hvað er mikil dýnamík í norrænu samstarfi. Það hefur eflst mjög og vægi þess aukist á öllum sviðum en ekki síst í loftslagsmálunum.“

„Við fengum síðan mjög góða kynningu á því hvernig gengur með tvennt; annars vegar sjóflutninganna, hvernig yfirfærsla skipa í grænt eldsneyti gengur og hins vegar endurnýjun reglna um svansvottun,“ segir Guðlaugur Þór um aðra dagskrárliði fundarins.

mbl.is