Söguleg stund en óviðeigandi hjá Tyrkjum

Úkraína | 29. júní 2022

Söguleg stund en óviðeigandi hjá Tyrkjum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa verið sögulega stund þegar Finnland og Svíþjóð gerðu samkomulag við Tyrkland, sem leiddi af sér að ríkjunum verður boðin aðild að Atlantshafsbandalaginu. Hún er nú á leiðtogafundi NATO-ríkjanna í Madríd, höfuðborg Spánar.

Söguleg stund en óviðeigandi hjá Tyrkjum

Úkraína | 29. júní 2022

Katrín Jakobsdóttir á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Madríd í dag. Hún …
Katrín Jakobsdóttir á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Madríd í dag. Hún segir sögulegt að nágrannar okkar geti nú gengið í NATO. AFP

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa verið sögulega stund þegar Finnland og Svíþjóð gerðu samkomulag við Tyrkland, sem leiddi af sér að ríkjunum verður boðin aðild að Atlantshafsbandalaginu. Hún er nú á leiðtogafundi NATO-ríkjanna í Madríd, höfuðborg Spánar.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa verið sögulega stund þegar Finnland og Svíþjóð gerðu samkomulag við Tyrkland, sem leiddi af sér að ríkjunum verður boðin aðild að Atlantshafsbandalaginu. Hún er nú á leiðtogafundi NATO-ríkjanna í Madríd, höfuðborg Spánar.

„Þetta var ekki auðveld ákvörðun að taka en þau eru mjög einörð í þessari ákvörðun. Og Ísland hefur auðvitað stutt ríkin skilyrðislaust í þessu ferli og þessa lýðræðislegu niðurstöðu Svíþjóðar og Finnlands,“ segir hún í samtali við mbl.is.

Nú þurfa öll ríkin að samþykkja aðildarumsóknir ríkjanna en það hafa íslensk stjórnvöld þegar gert með þingsályktunartillögu þess efnis sem Alþingi samþykkti fyrr í júní. Óvíst er hvenær löndin verða gengin í bandalagið en vonir standa til þess að það gerist hratt að sögn Katrínar.

Sækja um vegna ástandsins í Evrópu

Hvað finnst þér um samkomulag ríkjanna við Tyrki?

„Við höfum sagt að okkur þyki óviðeigandi hjá Tyrkjum að blanda þessum málum, sem við teljum óskyld, inn í umsókn Finna og Svía. Ríkin sækja um vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í Evrópu og þá er ekki viðeigandi að draga upp þessi mál,“ segir hún.  

Samkomulag milli ríkjanna er enn óskýrt og mun tíminn leiða í ljós hvað það felur nákvæmlega í sér, en þar er fjallað um málefni kúrda, vopnasölu og vopnaflutning.

mbl.is