Stjörnukokkur endar á leikskóla

Áhugavert fólk | 8. ágúst 2022

Stjörnukokkur endar á leikskóla

Heiðdís Hauksdóttir eyðir stórum hluta dagsins í eldhúsinu, eins og hún tileinkaði sér árið 2001 þegar hún var nemi á veitingastaðnum La Primavera, sem þá var í Austurstræti. Hún útskrifaðist sem kokkur árið 2004 og starfaði sem yfirkokkur staðarins í áraraðir, eða þar til hún og maðurinn hennar, Andri Leifsson, stofnuðu sína eigin fjölskyldu, en þau kynntust einmitt í vinnunni.

Stjörnukokkur endar á leikskóla

Áhugavert fólk | 8. ágúst 2022

Heiðdís Hauksdóttir er farin að vinna á leikskóla.
Heiðdís Hauksdóttir er farin að vinna á leikskóla. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heiðdís Hauksdóttir eyðir stórum hluta dagsins í eldhúsinu, eins og hún tileinkaði sér árið 2001 þegar hún var nemi á veitingastaðnum La Primavera, sem þá var í Austurstræti. Hún útskrifaðist sem kokkur árið 2004 og starfaði sem yfirkokkur staðarins í áraraðir, eða þar til hún og maðurinn hennar, Andri Leifsson, stofnuðu sína eigin fjölskyldu, en þau kynntust einmitt í vinnunni.

Heiðdís Hauksdóttir eyðir stórum hluta dagsins í eldhúsinu, eins og hún tileinkaði sér árið 2001 þegar hún var nemi á veitingastaðnum La Primavera, sem þá var í Austurstræti. Hún útskrifaðist sem kokkur árið 2004 og starfaði sem yfirkokkur staðarins í áraraðir, eða þar til hún og maðurinn hennar, Andri Leifsson, stofnuðu sína eigin fjölskyldu, en þau kynntust einmitt í vinnunni.

„Við Andri leyndum sambandinu okkar fyrst um sinn þegar við vorum að byrja að hittast því hann er sonur Leifs, eiganda staðarins, og mér fannst það eitthvað óþægilegt. En svo varð bara ekki aftur snúið og Leifur er náttúrlega besti tengdapabbi sem hugsast getur. En þetta var fyrir 16 árum og erum við náin fjölskylda í dag.“

Andri var að þjóna á La Primavera meðfram náminu sínu í Stýrimannaskólanum, en nú starfar hann sem yfirstýrimaður hjá sjómælinga- og siglingaöryggisdeild Landhelgisgæslu Íslands.

„Þetta var skemmtilegur tími og gaman að segja frá því að síðasti viðburðurinn sem var haldinn á La Primavera var einmitt skírn dóttur okkar. En til allrar lukku hafa Leifur og Jónína opnað La Primavera aftur í Marshallhúsinu og í Hörpu.“

Ætlaði aldrei að vinna á leikskóla

Þegar Heiðdís og Andri eignuðust Auði og Egil saman tóku örlögin í taumana og hún fór að vinna sem matreiðslumaður á Aðalþingi í Kópavogi, sem er einkarekinn leikskóli. Hún segir starfið sitt dásamlegt, þó hún hafi aldrei ætlað að enda á leikskóla.

„Aðalþing er svo ótrúlega heillandi leikskóli, sem er ástæða þess að ég er þar ennþá, nær 10 árum síðar. Ég er hvergi hætt, því mér finnst ég ekki vera búin að ljúka verki mínu þar.“

Á leikskólanum vinnur hún allan mat frá grunni.

„Ég reyni að velja hráefnin vel í nærumhverfinu og vil helst að það sé eins lífrænt og kostur er. Eins sleppi ég öllum sykri í matreiðslunni.

Ég tel það ótrúlega mikilvægt í uppvexti barna að fá næringarríkan og hreinan mat. Ég er í ótrúlega gefandi starfi og starfa fyrir einn kröfuharðasta viðskiptavinahóp sem ég hef nokkru sinni haft, en ég hef töluverða reynslu þar sem ég starfaði áður á La Primavera í 10 ár, þar til ég fór að eignast börn sjálf,“ segir Heiðdís.

Aðspurð um uppáhaldssætindi nefnir hún dökkt súkkulaði. 

„Ég fæ mér stundum gott dökkt súkkulaði og Omnom-súkkulaðið. En mitt allra uppáhaldssælgæti eru rommkúlur sem eru algjört spari. Uppáhaldseftirrétturinn minn er ítalskur mascarpone-réttur sem mig langar að deila með ykkur.“

Það ríkir ákveðið jafnvægi í lífi Heiðdísar þar sem hún elskar góðan mat og síðan útiveru.

„Það jafnast fátt á við að fara í góðar göngur og ekki verra ef það eru fjallgöngur. Einnig reyni ég að synda reglulega. Þegar ég varð fertug í fyrra ákvað ég að vera dugleg að prófa einhverjar nýjungar og skellti mér á námskeið í skriðsundi. Það var algjörlega geggjað og hvatti mig ennþá meira til að synda. Nýlega byrjaði ég á fitnessnámskeiði í Rush sem er alveg ótrúlega skemmtileg hreyfing sem hentar mörgum. Þjálfunin felur í sér að þjálfa líkamann á trampólínum, þannig að þessa páskana verð ég sennilega hoppandi um alls staðar þar sem ég finn trampólín.“

Þegar kemur að því að elda lambakjöt er Heiðdís frekar gamaldags að eigin sögn og finnst henni langbest að krydda það einungis með salti og pipar og leyfa kjötinu að njóta sín.

„Í staðinn hef ég oft bragðmikið meðlæti með, og langar mig að deila með lesendum, nokkrum ótrúlega einföldum og fljótlegum réttum sem gott er að bera fram með lambinu.“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Spergilkál með sinnepsdressingu

Fyrir fjóra

1 stór haus spergilkál

lúka af söxuðu fersku dilli

granatepli

Dressing:

2 matskeiðar kornasinnep

safi úr ½ sítrónu

1 msk. gott lífrænt hunang

2 matskeiðar ólífuolía

Saxið spergilkálið smátt og setjið í skál ásamt fínt söxuðu dilli. Útbúið næst dressinguna, hrærið öllum hráefnunum saman og hellið yfir spergilkálið og veltið öllu saman. Skreytið með granateplum.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Mascarpone-krem með jarðarberjasósu

Þennan desert er hægt að útbúa deginum áður og hentar vel þegar maður er með veislur.

Fyrir fjóra til sex

Jarðarberjasósa

250 g frosin jarðarber

125 g sykur

Setjið ber og sykur í pott og leyfið að malla í 10 mínútur. Maukið með töfrasprota eða í matvinnsluvél og kælið sósuna.

Mascarpone-krem

2,5 dl rjómi

1 dl 18% sýrður rjómi

2,5 dl mascarpone-ostur

1 dl sykur

1 tsk. vanilludropar

Byrjið á að stífþeyta rjómann og setjið til hliðar. Hrærið öllu hinu hráefninu vel saman í hrærivél og að lokum bætið rjómanum saman við. Gott er að setja blönduna beint í sprautupoka og geyma í kæli í klukkustund. Mér finnst fallegast að bera desertinn fram í fallegum glösum. Þá er sósan sett í botninn og svo kremið og svo koll af kolli þar til þrjú lög eru komin.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Rauðrófusalat með fetaosti

Fyrir fjóra

Þetta salat má útbúa nokkrum tímum áður en það er borið fram því rauðrófurnar eru hráar og gott að láta þær liggja í dressingunni í nokkra stund.

2 hráar rauðrófur – rifnar gróft

½ fetakubbur

1 matskeiðar sesamfræ

lúka af basil

Dressing:

2 matskeiðar ólífuolía

2 matskeiðar sojasósa

2 matskeiðar balsamedik

2 matskeiðar gott lífrænt hunang

Skrælið rauðrófurnar og rífið á grófu rifjárni. Hellið dressingunni yfir og leyfið að standa í svolitla stund.

Blandið sesamfræjum saman við og setjið í skál. Rífið fetakubbinn yfir og loks saxaða basilíku.

Aspas og strengjabaunir

Fyrir fjóra

1 búnt aspas ca 400 g

1 búnt strengjabaunir ca 150 g

1 stykki rauðlaukur

½ chili

2 geirar hvítlaukur

hunang

lúka af ferskri myntu

safi úr ½ límónu

1 matskeið smjör

olía

salt og pipar

Byrjið á að brjóta neðsta trénaða stilkinn af aspasinum. Setjið því næst vatn í víðan pott eða pönnu, nógu mikið svo það fljóti yfir aspasinn og baunirnar. Hitið að suðu og setjið þá aspasinn og baunirnar út í og leyfið að sjóða í um það bil 3 mínútur. Sigtið vatnið frá og kælið.

Fræhreinsið (má sleppa ef þið viljið hafa réttinn sterkan) chili og saxið smátt ásamt hvítlauk og rauðlauk. Hitið smjör og skvettu af olíu á pönnu á lágum hita og leyfið lauknum og chili að mýkjast í smjörinu. Bætið þá aspasnum og baununum saman við ásamt safa af límónu og skvettu af hunangi. Kryddið með salti og pipar. Rétt áður en það er borið fram blandið saxaðri myntunni saman við.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is