Isak slær í gegn með þrívíddarprentaðri skólínu

Fatastíllinn | 17. júní 2023

Isak slær í gegn með þrívíddarprentaðri skólínu

Hinn 25 ára gamli Isak Thor Douah er nýkominn til Amsterdam í Hollandi þar sem hann er búsettur eftir að hafa tekið upp auglýsingaherferð á Íslandi fyrir þrívíddaprentaða skólínu sem hann hannaði. Isak er fæddur og uppalinn í Minneapolis í Bandaríkjunum en móðir hans er frá Íslandi og faðir hans frá Fílabeinsströndinni. 

Isak slær í gegn með þrívíddarprentaðri skólínu

Fatastíllinn | 17. júní 2023

Isak Thor Douah ákvað að láta langþráðan draum rætast og …
Isak Thor Douah ákvað að láta langþráðan draum rætast og byrjaði að hanna sína eigin skólínu. Ljósmynd/Jiggy

Hinn 25 ára gamli Isak Thor Douah er nýkominn til Amsterdam í Hollandi þar sem hann er búsettur eftir að hafa tekið upp auglýsingaherferð á Íslandi fyrir þrívíddaprentaða skólínu sem hann hannaði. Isak er fæddur og uppalinn í Minneapolis í Bandaríkjunum en móðir hans er frá Íslandi og faðir hans frá Fílabeinsströndinni. 

Hinn 25 ára gamli Isak Thor Douah er nýkominn til Amsterdam í Hollandi þar sem hann er búsettur eftir að hafa tekið upp auglýsingaherferð á Íslandi fyrir þrívíddaprentaða skólínu sem hann hannaði. Isak er fæddur og uppalinn í Minneapolis í Bandaríkjunum en móðir hans er frá Íslandi og faðir hans frá Fílabeinsströndinni. 

Á uppvaxtarárunum eyddi Isak sumrunum hjá ömmu sinni og afa á Íslandi þar sem hann lærði tungumálið og eyddi tíma með ættingjum sínum. Það lá því beint við að hann tæki fyrstu myndirnar af fyrsta þrívíddarprentaða skóparinu sínu hér á landi á síðasta ári sem átti eftir að reynast gulls ígildi og gefa honum frábær tækifæri.

View this post on Instagram

A post shared by Isak Douah (@isakdouah)

Sigraði keppnina með hagnýtri hönnun

Aðspurður fékk Isak snemma mikinn áhuga á tísku og hönnun en í dag á hann eigið tískufyrirtæki, Secure, og hefur frá árinu 2018 verið í fullu starfi við hönnun og framleiðslu. „Áhugi minn á tísku og hönnun byrjaði snemma og var að mestu innblásinn af föður mínum sem safnar afrískri vefnaðarvöru og gripum,“ útskýrir hann.

Isak stundar nám í alþjóðlegum viðskiptum við University of Amsterdam Applied Sciences og kann afar vel við sig í borginni. „Hér er auðvelt að ferðast gangandi og komast um, loftið er hreint og passlega margir íbúar.“ Á fyrsta ári Isaks í háskólanum fór hann í frumkvöðlaáfanga þar sem hann og samnemendur hans áttu að stofna sprotafyrirtæki og keppa á móti öðrum hópum líkt og gert er í sjónvarpsþáttunum Shark Tank og Dragons Den.

„Við áttum að búa til vöru sem gæti leyst eitthvert vandamál. Eftir að hafa rætt við hollenska bekkjarfélaga mína komumst við að því að vasaþjófnaður væri stórt vandamál í mörgum stórborgum Evrópu. Ég vissi að ég gæti leyst vandamálið með því að búa til stílhreina og hagnýta tösku sem ekki væri hægt að stela úr, sem ég gerði, og þar með varð fyrirtækið mitt Secure til,“ útskýrir Isak.

Isak gerði sér lítið fyrir og vann keppnina og í kjölfarið bauðst starfsfólk háskólans til að hjálpa Isak við að stofna fyrirtækið sitt opinberlega, utan skólans, hjá hollenskum skattayfirvöldum.

„Ég hannaði töskurnar þannig að þær væru með rennilásakerfi sem myndi koma í veg fyrir vasaþjófnað en rennilásarnir læsast í króka á axlarólinni. Hver og ein taska er handsaumuð frá grunni af teyminu okkar hér í Amsterdam,“ segir Isak, en taskan er til sölu í þremur verslunum í Hollandi – 2nd culture, Zeedikj 60 og Oko Maison, og í vefverslun Secure. 

View this post on Instagram

A post shared by Isak Douah (@isakdouah)

Langþráður draumur að hanna eigin skólínu

Það hafði verið draumur Isaks lengi að hanna eigin skólínu en hann segir drauminn hafa fjarað út þegar hann komst að því hvað það kostar að framleiða nokkra skó á hefðbundinn máta.

„Í júní 2022 byrjaði ég að fá upp myndbönd um þrívíddarprentun á Youtube. Ég sökkti mér ofan í myndböndin og fann óteljandi upplýsingar um hvernig þrívíddarprentun væri framtíðin og að þrívíddarprentarar væru nú á viðráðanlegu verði,“ segir Isak.

„Svo rakst ég á myndband af hönnuðinum Heron Preston sem fjallaði um 100% þrívíddarprentaða skó sem hann gerði í samstarfi við Zellerfeld, fyrirtæki sem þrívíddarprentar skó í Hamborg í Þýskalandi. Eftir að ég sá að hann hafði gert það þá fékk ég trú á því að ég gæti það líka,“ útskýrir Isak. Í kjölfarið festi hann kaup á sínum fyrsta þrívíddarprentara og byrjaði að æfa sig að skissa strigaskó í tvo klukkutíma á hverju kvöldi.

Myndir við Fagradalsfjall reyndust gulls ígildi

Isak réði svo þrívíddarteiknara til að útbúa fyrstu þrívíddarskrárnar byggðar á fyrstu teikningum Isaks af Mabouia-skónum og í kjölfarið var fyrsta parið prentað út. „Þegar fyrsta parið var komið úr prentun flaug ég til Íslands til að ná myndum og myndskeiðum af mér í skónum við eldgosið í Fagradalsfjalli,“ segir Isak.

„Ég birti myndirnar á Instagram-reikningi mínum þar sem þeir vöktu athygli Cornelius, forstjóra og stofnanda Zellerfelds. Hann hafði samband og bauð mér að koma til Hamborgar að skoða verksmiðjuna og ræða um framleiðslu á Mabouia-skónum á iðnaðarskala,“ bætir hann við.

Hér er Isak í fyrstu þrívíddaprentuðu skónum við eldgosið í …
Hér er Isak í fyrstu þrívíddaprentuðu skónum við eldgosið í Fagradalsfjalli. Ljósmynd/Gracelandicofficial

Eftir nokkra mánuði og mikla vinnu komu Mabouia-skórnir á markaðinn en forpöntun á skónum hófst á heimasíðu Zellerfelds hinn 13. febrúar síðastliðinn. „Í augnablikinu eru þeir eingöngu til sölu á netinu en ég myndi líka vilja sjá þá á nokkrum sölustöðum á næstunni,“ segir Isak.

Sótti innblástur í líffræði dýra

„Mabouia-skórnir eru 100% þrívíddaprentaðir úr aðeins einu efni, TPU, sem þýðir að skórnir eru 100% endurvinnanlegir. Eftir að hafa notað skóna í nokkur ár geta viðskiptavinir sent gamla parið sitt aftur til Zellerfelds þar sem skórnir eru tættir, bræddir niður og glænýtt skópar þrívíddarprentað úr sama efni,“ útskýrir Isak.

Hvert par er þrívíddaprentað eftir pöntunum,en Isak bendir á að það komi í veg fyrir sóun á lagerplássi, orku og efni. „Þrívíddarprentun er líka sjálfvirk framleiðsla svo það eru engar ómannúðlegar vinnuaðstæður,“ bætir hann við.

View this post on Instagram

A post shared by Isak Douah (@isakdouah)

Aðspurður segist Isak sækja innblástur í arkitektúr, landslag og líffræði dýra. „Til dæmis er sólinn á Mabouia-skónum innblásinn af fótum eðla sem ég sá á ferðalagi mínu um Fílabeinsströndina. Þegar tær þeirra eru skoðaðar í smásjá má sjá einstaka og endurtekna skalamyndun sem gerir eðlunni kleift að klifra veggi,“ útskýrir hann.

„Heimamenn á Fílabeinsströndinni kalla þessar eðlur Mabouia en strigaskórnir eru einmitt nefndir eftir þessum eðlum,“ bætir hann við. 

„Mabouis-skórnir eru líka sniðugir fyrir fæturna og það er nóg …
„Mabouis-skórnir eru líka sniðugir fyrir fæturna og það er nóg pláss fyrir tærnar.“

Vegferðin hófst á eldfjalli á Íslandi

Nýverið fékk Isak fyrstu pörin af Mabouia-skónum frá framleiðandanum í hendurnar og ákvað að fara aftur til Íslands til að mynda auglýsingaherferð fyrir skóna þar. „Þó skórnir hafi orðið til í Amsterdam byrjaði vegferð þeirra í raun á eldfjallinu á Íslandi á síðasta ári. Því fannst mér það vera við hæfi að koma aftur til landsins ári síðar en með alvöru pörin að þessu sinni,“ segir hann.

Aðspurður segir Isak uppáhaldshönnuð sinn þessa stundina vera Heron Preston. „Hann hvatti mig til að takast á við þá áskorun að komast inn í skóiðnaðinn sem sjálfstæður fatahönnuður. Vegna þessa innblásturs frá honum hefur líf mitt breyst,“ segir hann.

Isak er með skemmtilegan fatastíl og lýsir honum sem nytjahyggju. „Ég elska hagnýtar flíkur sem passa við aktívan lífsstíl minn í rigningunni hér í Amsterdam,“ segir Isak. Það er óhætt að segja að fatastíll Isaks endurspeglist í hönnun hans en undanfarið hefur hann verið að vinna með Secure-teyminu að því að búa til Isak Douah Fall Winter 2023 fatalínu. „Línan mun innihalda mikið af útifatnaði og hagnýtum flíkum en hún er væntanleg um miðjan september 2023,“ segir hann.

Það er því margt spennandi framundan hjá Isak. „Secure-teymið er að stækka til að mæta vaxandi eftirspurn og við erum að reyna að koma vörum inn í fleiri verslanir í Hollandi. Svo er ég líka að vinna að frekari hönnun á skóm og auðvitað fatalínunni,“ segir Isak að lokum.

Isak bendir áhugasömum á að hægt sé að skoða og …
Isak bendir áhugasömum á að hægt sé að skoða og versla skóna á heimasíðunni Zellerfeld.com og töskurnar á Secureamsterdam.com.
mbl.is