Stofnandi Patagonia gefur jörðinni fyrirtækið

Loftslagsvá | 15. september 2022

Stofnandi Patagonia gefur jörðinni fyrirtækið

Stofnandi útivistarvöruframleiðandans Patagonia, sem er þekktur fyrir áhuga sinn á umhverfisvernd, hefur ákveðið að gefa jörðinni fyrirtækið.

Stofnandi Patagonia gefur jörðinni fyrirtækið

Loftslagsvá | 15. september 2022

Fólk gengur framhjá verslun Patagonia í New York.
Fólk gengur framhjá verslun Patagonia í New York. AFP/Michael M. Santiago/Getty

Stofnandi útivistarvöruframleiðandans Patagonia, sem er þekktur fyrir áhuga sinn á umhverfisvernd, hefur ákveðið að gefa jörðinni fyrirtækið.

Stofnandi útivistarvöruframleiðandans Patagonia, sem er þekktur fyrir áhuga sinn á umhverfisvernd, hefur ákveðið að gefa jörðinni fyrirtækið.

Yvon Chouinard, sem er 83 ára, hefði getað selt vörumerkið, sem er metið á um 420 milljarða íslenskra króna, að sögn The New York Times, eða sett það á markað.

Þess í stað hafa hann, eiginkona hans og tvö börn ákveðið að færa öll hlutabréf Patagonia með atkvæðisrétti, eða hlutabréf sem veita hluthafanum kosningarétt, í hendur sjóðs sem mun hafa gildi vörumerkisins í umhverfismálum að leiðarljósi.

Yvon Chouinard.
Yvon Chouinard. AFP/Ben Gabbe/Getty

Öll hlutabréf í Patagonia án atkvæðisréttar hafa verið flutt yfir í óhagnaðardrifið félag sem sem mun berjast gegn loftslagsvánni og fyrir verndun náttúrunnar. Hagnaður fyrirtækisins mun jafnframt renna þangað.

„Jörðin er núna okkar eini hluthafi,“ skrifaði Chouinard í opnu bréfi á vefsíðu Patagonia en fyrirtækið var stofnað fyrir tæpum 50 árum.

„Mig langaði aldrei að starfa við viðskipti,“ bætti hann við. „Ég hóf störf sem handverksmaður og bjó til klifurbúnað fyrir vini mína og sjálfan mig. Síðan sneri ég mér að fötunum.“

AFP/Michael M. Santiago/Getty Images

Chouinard-fjölskyldan mun framvegis ekki fá neinn pening úr fyrirtækinu en verður áfram í stjórn þess og hefur yfirumsjón með sjóðnum og öllu mannúðarstarfi.

mbl.is