Bíll út af vegi og eitthvað um rafmagnstruflanir

Óveður í október 2022 | 9. október 2022

Bíll út af vegi og eitthvað um rafmagnstruflanir

Sérstök aðgerðastjórn hefur verið sett á fót fyrir Akureyri og Húsavík, fyrir óveðrið sem nú gengur yfir. Jóhannes Sigfússon aðgerðastjóri segir verkefnin ekki hafa verið mörg þrátt fyrir veðrið.

Bíll út af vegi og eitthvað um rafmagnstruflanir

Óveður í október 2022 | 9. október 2022

Á Dalvík snjóar en á Akureyri hefur aðallega rignt. Mynd …
Á Dalvík snjóar en á Akureyri hefur aðallega rignt. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sérstök aðgerðastjórn hefur verið sett á fót fyrir Akureyri og Húsavík, fyrir óveðrið sem nú gengur yfir. Jóhannes Sigfússon aðgerðastjóri segir verkefnin ekki hafa verið mörg þrátt fyrir veðrið.

Sérstök aðgerðastjórn hefur verið sett á fót fyrir Akureyri og Húsavík, fyrir óveðrið sem nú gengur yfir. Jóhannes Sigfússon aðgerðastjóri segir verkefnin ekki hafa verið mörg þrátt fyrir veðrið.

„Það fór bíll út af vegi og svo hefur verið eitthvað um rafmagnstruflanir í Bárðardal og í Reykjadal.“

Jóhannes telur umfjöllun í fjölmiðlum hafa skipt miklu máli, enda séu flestir búnir að gera ráðstafanir og þannig vel undirbúnir. Hann á þó von á að meira verði um að vera eftir því sem líður á daginn. 

„Það eru helst erlendir ferðamenn sem missa af þessum upplýsingum, en þá skiptir máli að búið var að loka vegum snemma en ekki bíða þar til allt sé komið í óefni.“

Snjóar á Dalvík

Félagar í björgunarsveitinni á Dalvík hafa farið í eftirlitsferðir um bæinn en ekkert útkall hefur þó borist það sem af er degi. 

Fyrsti snjór vetrarins er þó fallinn, að sögn Jónínu Guðrúnar hjá björgunarsveitinni. „Það er talsverður strekkingur og svo er kominn mikill krapi á vegi.“

Jónína telur íbúa á Dalvík og bændur í grenndinni hafa undirbúið sig vel fyrir óveðrið. Flestir hafi hýst sauðfé sitt og gert allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að forða tjóni. 

mbl.is