Rétt að koma lausamunum í skjól hið snarasta

Óveður í október 2022 | 9. október 2022

Rétt að koma lausamunum í skjól hið snarasta

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi hvetur til inniveru í dag og fram til fyrramáls. „Ef enn á eftir að huga að lausamunum, ruslatunnum, til að mynda, er rétt að koma þeim í skjól hið fyrsta.“

Rétt að koma lausamunum í skjól hið snarasta

Óveður í október 2022 | 9. október 2022

Frá Djúpavogi. Verið er að loka veginum þaðan á Höfn. …
Frá Djúpavogi. Verið er að loka veginum þaðan á Höfn. Mynd úr safni. Ljósmynd/Aðsend

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi hvetur til inniveru í dag og fram til fyrramáls. „Ef enn á eftir að huga að lausamunum, ruslatunnum, til að mynda, er rétt að koma þeim í skjól hið fyrsta.“

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi hvetur til inniveru í dag og fram til fyrramáls. „Ef enn á eftir að huga að lausamunum, ruslatunnum, til að mynda, er rétt að koma þeim í skjól hið fyrsta.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 

Þar segir jafnframt að spá um afleitt veður í fjórðungnum sé að ganga eftir. Þjóðveginum um Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði hefur verið lokað. Vatnsskarð gæti lokast með skömmum fyrirvara.

Þá er verið að loka vegarkaflanum frá Höfn að Djúpavogi sem og Breiðdalsheiði og Öxi.

Gott að hafa kerti og vasaljós til reiðu

Vegna hvass vinds og vindstrengja á fjörðunum í kvöld og til fyrramáls mun ekkert ferðaveður verða þar á þeim tíma frekar en annarsstaðar í fjórðungnum, en gert er ráð fyrir 35 til 40 m á sek í meðalvindi og 45 til 50 metrar í hviðum, sérstaklega sunnantil. Hægara verður á austfjörðum frameftir degi en hvessir þar síðdegis og verður mjög hvasst í nótt og fram á morgun.“

Þar sem rafmagn kann að fara af meðan ofsinn gengur yfir eru viðkvæmar stofnanir og fyrirtæki beðnar um að huga að viðbrögðum vegna þess. Íbúar eru hvattir til að hafa kerti eða vasaljós til reiðu. „Fari rafmagn af mun það vonandi ekki standa lengi.“
„Gætum að okkur, verum heima og leggjum þannig okkar af mörkum til að aðrir geti verið það einnig.“

mbl.is