Nýr herforingi sagður vægðarlaus

Úkraína | 11. október 2022

Nýr herforingi sagður vægðarlaus

„Þegar við stóðum í hernaði í Sýrlandi gleymdum við því ekki í eina mínútu að við vorum að verja Rússland,“ sagði Sergei Súróvíkin, nýr yfirmaður rússneskra hersveita sem berjast í Úkraínu, á fjöldafundi hersins í Moskvu, höfuðborg Rússlands, árið 2017.

Nýr herforingi sagður vægðarlaus

Úkraína | 11. október 2022

Sergei Súróvíkin.
Sergei Súróvíkin. Ljósmynd/Varnarmálaráðuneyti Rússlands.

„Þegar við stóðum í hernaði í Sýrlandi gleymdum við því ekki í eina mínútu að við vorum að verja Rússland,“ sagði Sergei Súróvíkin, nýr yfirmaður rússneskra hersveita sem berjast í Úkraínu, á fjöldafundi hersins í Moskvu, höfuðborg Rússlands, árið 2017.

„Þegar við stóðum í hernaði í Sýrlandi gleymdum við því ekki í eina mínútu að við vorum að verja Rússland,“ sagði Sergei Súróvíkin, nýr yfirmaður rússneskra hersveita sem berjast í Úkraínu, á fjöldafundi hersins í Moskvu, höfuðborg Rússlands, árið 2017.

Þær hernaðaraðgerðir sem Súróvíkin átti við er hann talaði um að verja Rússland voru tugir loftárása, árásir á skotmörk sem tengdust almennum borgurum og árásir á innviði, að því er kom fram í skýrslu Mannréttindavaktarinnar frá árinu 2020.

Fram kom að undir stjórn Súróvíkin hefðu rússneskar hersveitir ráðist á sýrlensk „heimili, skóla, heilbrigðisstofnanir og markaði – staði þar sem fólk býr, starfar og stundar nám“, að því er Guardian greinir frá.

Kemur ekki á óvart

Í gærmorgun, aðeins tveimur dögum eftir að hann var skipaður herforingi með yfirumsjón yfir stríðinu í Úkraínu, skipulagði hann umfangsmiklar flugskeytaárásir þar sem almennir borgarar lágu í valnum víðsvegar um Úkraínu. Meðal annars lentu sprengjur á stórum gatnamótum skammt frá háskóla og á leikvelli í almenningsgarði.

„Það sem gerðist í morgun [í gær] í Kænugarði [höfuðborg Úkraínu] kemur mér ekki á óvart. Súróvíkin er algjörlega vægðarlaus og ber litla virðingu fyrir mannslífum,“ sagði fyrrverandi embættismaður í rússneska varnarmálaráðuneytinu sem hefur starfað með Súróvíkin. „Ég er hræddur um að hendur hans verði algjörlega útataðar í úkraínsku blóði.“

Súróvíkin varð fyrst alræmdur árið 1991 þegar sovéskir harðlínumenn gerðu tilraun til valdaráns. Hann leiddi rifflaherdeild sem ók í gegnum vegatálma sem voru settir upp af mótmælendum úr röðum lýðræðissinna. Þrír menn létust í átökunum, þar á meðal einn sem ekið var yfir.

Slökkviliðsmaður aðstoðar slasaða konu í Kænugarði eftir árásina á borgina …
Slökkviliðsmaður aðstoðar slasaða konu í Kænugarði eftir árásina á borgina í gær. AFP

Orðstír hans sem vægðarlaus maður óx enn frekar árið 2004 þegar rússneskir fjölmiðlar greindu frá því að ofursti undir hans stjórn framdi sjálfsvíg eftir að hann var skammaður duglega af Súróvíkin. Síðan þá hafa samstarfsmenn kallað hann „Harmagedón herforingja“ vegna hörku hans og óhefðbundinnar nálgunar við stríðsrekstur.

Sérfræðingar segja að helsta áskorun hans í Úkraínu verði að leysa vandamál sem snúa að skipulagi rússneska hersins, sem hefur farið illa út úr öflugri gagnsókn Úkraínumanna.

Reykur liðast upp úr borginni Lvív eftir flugskeytaárásirnar í gær.
Reykur liðast upp úr borginni Lvív eftir flugskeytaárásirnar í gær. AFP/Júrí Djatsisjin

Leiðir til aukinnar skilvirkni

Breska varnarmálaráðuneytið segir að ráðning Súróvíkin muni líklega leiða til aukinnar skilvirkni í hernaði Rússa.

Samt sem áður gæti hann þurft að sætta sig við rússneskt varnarmálaráðuneyti sem búi við „aukna sundrungu“ og „lakari úrræði“.

„Rússa hefur skort einn herforingja sem hefur yfirumsjón með bardögum“ meginhluta stríðsins, segir í upplýsingum frá ráðuneytinu, að því er BBC greinir frá. 

Fram kemur að herforinginn Alexand Dvornikov hafi áður gegnt sama hlutverki frá apríl þangað til í ágúst. Þó er ekki ljóst hversu mikla stjórn hann hafði á hersveitunum.

mbl.is