Stundar enn símakynlíf með fyrrverandi

Samskipti kynjanna | 25. október 2022

Stundar enn símakynlíf með fyrrverandi

Kona leitar ráða hjá ráðgjafa The Sun, en hún hefur verið að stunda símakynlíf með fyrrverandi eiginmanni sínum síðustu mánuði. Nýlega komst hún þó að því að hann væri að fara gifta sig og er því ráðalaus og niðurbrotin.

Stundar enn símakynlíf með fyrrverandi

Samskipti kynjanna | 25. október 2022

Ljósmynd/Unplash/Taylor Grote

Kona leitar ráða hjá ráðgjafa The Sun, en hún hefur verið að stunda símakynlíf með fyrrverandi eiginmanni sínum síðustu mánuði. Nýlega komst hún þó að því að hann væri að fara gifta sig og er því ráðalaus og niðurbrotin.

Kona leitar ráða hjá ráðgjafa The Sun, en hún hefur verið að stunda símakynlíf með fyrrverandi eiginmanni sínum síðustu mánuði. Nýlega komst hún þó að því að hann væri að fara gifta sig og er því ráðalaus og niðurbrotin.

„Við vorum saman í 18 ár og hjón í 15 ár, en við eigum saman unglingsdóttur. Ég er 55 ára og fyrrverandi eiginmaður minn er 56 ára. Við vorum ánægð saman en ég vissi þó að hann hafði haldið framhjá mér að minnsta kosti nokkrum sinnum. Við skildum og ég hef ekkert haft samband við hann í næstum 10 ár.

16 ára dóttir okkar sér pabba sinn sjaldan, en þegar hún gerir það segir hún mér frá lífinu hans. 

Eitt kvöldið, eftir nokkra drykki, kom forvitnin yfir mig og ég fletti honum upp á samfélagsmiðlum. Ég sendi honum skilaboð sem hann svaraði strax og virtist ánægður að heyra frá mér. 

Við skiptumst á símanúmerum og byrjuðum að senda skilaboð á milli okkar. Eftir mánuð byrjuðum við að hringjast á í hverri viku. Símtölin eru að minnsta kosti klukkutíma löng í hvert skipti. Tilfinningar okkar hvors gagnvart öðru komu fljótt aftur. 

Við höfum stundað símakynlíf nokkrum sinnum og höfum talað um að hittast. 

Eftir síðustu heimsókn dóttur minnar til hans sneri hún þó heim með óvæntar fréttir. Pabbi hennar og kærasta hans, sem hann á tvö ung börn með, höfðu ákveðið dagsetningu fyrir brúðkaupið sitt. 

Ég er í miklu uppnámi þar sem ég hélt að við gætum jafnvel endað saman aftur. Hann segir alltaf að ef það væri ekki fyrir yngsta barnið sitt þá væri hann með mér. Hann kennir tímasetningunni um og segist vera miður sín að við séum ekki saman. Ég veit ekki hvað ég á að gera.“

Ráðgjafinn svarar:

„Jú, þú veist hvað þú þarft að gera en til þess þarftu mikinn viljastyrk. Haltu áfram að minna þig á að þetta sé ekki að fara neitt. Fyrrverandi eiginmaður þinn virðist ekki ætla að yfirgefa kærustu sína, sérstaklega á meðan hann getur fengið það besta frá ykkur báðum. 

Vertu ákveðin í því að þú munt ekki hafa samband við hann aftur, nema þá til þess að ræða dóttur þína. Þú veist að hann heldur framhjá og þú getur ekki treyst honum. Þú átt betra skilið en þetta og kærastan hans líka. 

Taktu einn dag í einu og reiddu þig á vini þína og fjölskyldu.“

mbl.is