Hrædd um að kynlífshljóðin hafi slæm áhrif á unglingana

Samskipti kynjanna | 16. júlí 2023

Hrædd um að kynlífshljóðin hafi slæm áhrif á unglingana

Kona á besta aldri hefur áhyggjur af því að hljóðin sem hún gefur frá sér þegar hún stundar kynlíf hafi slæm áhrif á börnin. Hún veit ekki hvað hún á að gera og leitar því ráða hjá sérfræðingi.

Hrædd um að kynlífshljóðin hafi slæm áhrif á unglingana

Samskipti kynjanna | 16. júlí 2023

Unsplash/Julia Taubitz

Kona á besta aldri hefur áhyggjur af því að hljóðin sem hún gefur frá sér þegar hún stundar kynlíf hafi slæm áhrif á börnin. Hún veit ekki hvað hún á að gera og leitar því ráða hjá sérfræðingi.

Kona á besta aldri hefur áhyggjur af því að hljóðin sem hún gefur frá sér þegar hún stundar kynlíf hafi slæm áhrif á börnin. Hún veit ekki hvað hún á að gera og leitar því ráða hjá sérfræðingi.

Ég er gift kona á sextugsaldri sem nýtur mikils og virks kynlífs. Ég fæ hins vegar ekki fullnægingu nema með miklum tilþrifum, þar á meðal stunum, djúpum andardrætti og jafnvel gráti og hrópum. Við hjónin eigum börn á unglingsaldri og ég hef áhyggjur af því að valda þeim óþægindum og verða þeim til skammar. Telur þú líklegt að þau verði fyrir skaðlegum áhrifum? Og hefur þú einhver ráð til að stunda hljóðlátara kynlíf?

Svar sérfræðingsins:

Í stað þess að reyna að kæfa náttúruleg viðbrögð þín gæti verið betra að gera það sem mörg gera þegar fjölskyldan er stór, finna tíma til að stunda kynlíf þegar börnin eru ekki heima eða finna annan stað fyrir kynlífið. Sum trúa því að ást eigi að vera fyrirvaralaus og sjálfsprottin og eru ekki tilbúin til að skipuleggja ástaratlotin, en í raun getur undirbúningur aukið upplifunina.

Í þínu tilviki væri það mjög skynsamlegt, þar sem áhyggjur þínar benda til þess að þú sért farin að blanda saman kynferðislegri ánægju og kvíða í sambandi við börnin þín. Getur það á endanum haft neikvæð áhrif á kynferðisleg viðbrögð þín.

Við ákveðnar aðstæður getur erótísk upplifun í raun aukist þegar hindrun er til staðar, svo sem möguleiki á að einhver heyri í þér. Í þessu tilviki væri það hins vegar óviðeigandi.

Almennt séð er það ekki slæmt fyrir börn að vera meðvituð um að foreldrar þeirra stundi kynlíf, en það er samt möguleiki á að þeim gæti liðið óþægilega með það, dæmt ykkur eða gramist athæfið ef þau komast að því á rangan hátt.

The Guardian

mbl.is