Er þetta hættulegasta kynlífsstellingin?

Samskipti kynjanna | 30. júlí 2023

Er þetta hættulegasta kynlífsstellingin?

Skurðlæknirinn og TikTok-stjarnan Karan Rajan segir að kynlífsstellingin „reverse cowgirl“ sé sú hættulegasta þegar kemur að áverkum á getnaðarlimum því hún sé valdur að um helmingi svokallaðra getnaðarlimsbrota.

Er þetta hættulegasta kynlífsstellingin?

Samskipti kynjanna | 30. júlí 2023

Unsplash/Dainis Graveris

Skurðlæknirinn og TikTok-stjarnan Karan Rajan segir að kynlífsstellingin „reverse cowgirl“ sé sú hættulegasta þegar kemur að áverkum á getnaðarlimum því hún sé valdur að um helmingi svokallaðra getnaðarlimsbrota.

Skurðlæknirinn og TikTok-stjarnan Karan Rajan segir að kynlífsstellingin „reverse cowgirl“ sé sú hættulegasta þegar kemur að áverkum á getnaðarlimum því hún sé valdur að um helmingi svokallaðra getnaðarlimsbrota.

Segir hann ástæðuna vera vegna óreglulegra hreyfinga, eða ef aðilarnir séu ekki samstilltir, sem geti leitt til þess að getnaðarlimurinn renni út og kremjist um við lífbein hins aðilans. Samkvæmt Rajan eru slíkir áverkar þó sjaldgæfir, en engu að síður alvarlegir þegar þeir eiga sér stað. Þótt engin bein séu í getnaðarlimnum er orðið brot notað til að lýsa rifu á hvítri bandvefshimnu umhverfis eista sem gerir getnaðarlimnum kleift að stækka við stinningu.

Fréttamiðilinn Independent bendir hins vegar á að samkvæmt rannsókn um samband á milli kynlífsstellinga og áverka á getnaðarlimum, sem gerð var árið 2018 og birt í International Journal of Impotence Research, að hin svokallaða „doggy style“ stelling sé helsti orsakavaldur alvarlegra áverka á getnaðarlimum.

Rajan deilir myndböndum sínum með yfir fimm milljónum fylgjenda sinna á samfélagsmiðlinum TikTok. Myndbandið sem um ræðir birtist upphaflega árið 2021 en hefur nýlega farið eins og eldur um sinu manna á milli og fengið milljónir áhorfa.

mbl.is