Fáir eftir í Efstaleiti – Öll í Finnlandi

Borgarferðir | 28. október 2022

Fáir eftir í Efstaleiti – Öll í Finnlandi

Fjöldi starfsmanna Ríkissjónvarpsins er í heimsókn í Helsinki í Finnlandi um þessar mundir. Er tilefnið heimsókn á finnska ríkissjónvarpið Yle, en í hópnum eru meðal annars fréttastjórinn Heiðar Örn Sigurfinnsson og Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands.

Fáir eftir í Efstaleiti – Öll í Finnlandi

Borgarferðir | 28. október 2022

Starfsmenn Ríkissjónvarpsins skelltu sér í ferð til Helsinki í vikunni.
Starfsmenn Ríkissjónvarpsins skelltu sér í ferð til Helsinki í vikunni. Samsett mynd

Fjöldi starfsmanna Ríkissjónvarpsins er í heimsókn í Helsinki í Finnlandi um þessar mundir. Er tilefnið heimsókn á finnska ríkissjónvarpið Yle, en í hópnum eru meðal annars fréttastjórinn Heiðar Örn Sigurfinnsson og Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands.

Fjöldi starfsmanna Ríkissjónvarpsins er í heimsókn í Helsinki í Finnlandi um þessar mundir. Er tilefnið heimsókn á finnska ríkissjónvarpið Yle, en í hópnum eru meðal annars fréttastjórinn Heiðar Örn Sigurfinnsson og Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands.

Hópurinn flaug út til Finnlands á miðvikudag og heimsótti Yle í gær og í dag. Flýgur hópurinn svo heim frá höfuðborginni finnsku á sunnudag.

Af samfélagsmiðlum að dæma hefur hópurinn skemmt sér með eindæmum vel og fór meðal annars í karíókí í gærkvöldi. 

mbl.is