Vill líta út eins og barbídúkka

Fatastíllinn | 7. nóvember 2022

Vill líta út eins og barbídúkka

Raunveruleikastjarnan og fasteignasalinn Christine Quinn er þekkt fyrir djarfa tísku sína og síða ljósa lokka, en hún segist leitast við að líta út eins og barbídúkka og þakkar guði fyrir bótox og fyllingarefni. 

Vill líta út eins og barbídúkka

Fatastíllinn | 7. nóvember 2022

Fyrrum Selling Sunset-stjarnan Christine Quinn vill líta út eins og …
Fyrrum Selling Sunset-stjarnan Christine Quinn vill líta út eins og Barbí-dúkka. Samsett mynd

Raunveruleikastjarnan og fasteignasalinn Christine Quinn er þekkt fyrir djarfa tísku sína og síða ljósa lokka, en hún segist leitast við að líta út eins og barbídúkka og þakkar guði fyrir bótox og fyllingarefni. 

Raunveruleikastjarnan og fasteignasalinn Christine Quinn er þekkt fyrir djarfa tísku sína og síða ljósa lokka, en hún segist leitast við að líta út eins og barbídúkka og þakkar guði fyrir bótox og fyllingarefni. 

Fyrr í sumar yfirgaf Quinn netflix-þættina Selling Sunset eftir að hafa farið með stórt hlutverk í síðustu fimm þáttaröðum. Síðan þá hefur hún einbeitt sér að fyrirsætuferlinum og meðal annars unnið með tískuhúsum á borð við Balenciaga og Marc Jacobs. 

Heillast af fagurfræði barbídúkkunnar

Í samtali við Allure viðurkenndi Quinn að hið fullkomna útlit að sínu mati væri eitthvert afbrigði af barbídúkku, enda heillaðist hún af „óaðfinnanlegri fagurfræði“ dúkkunnar og sækti mikinn innblástur til hennar. „Hvort sem það er golf-barbí, Sharon Stone-barbí eða hvaða Barbí sem það kann að vera þar og þá,“ sagði Quinn. 

Í viðtalinu lýsir Quinn ást sinni á barbí og segir líkindin milli sín og dúkkunnar ekki tilviljun. Þá segist hún eiga í eins konar „ástar-/haturssambandi“ við ljósu lokkana. „Ég hef aflitað hárið á mér í mörg ár, eða síðan ég var 14 eða 15 ára,“ sagði Quinn og bætti við að það skemmdi hárið töluvert. 

Fyrrverandi Selling Sunset-stjarnan hefur áður sagt frá því að glamúr hennar kosti allt að þúsund bandaríkjadali, rúmar 145 þúsund krónur, á dag. Hún klæðist iðulega merkjavöru og leggur mikið upp úr því að vera upp á sitt besta. 

mbl.is