Þetta er uppáhaldssystir hennar

Kardashian | 23. febrúar 2023

Þetta er uppáhaldssystir hennar

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan, Kylie Jenner, er yngsta Kardashian-Jenner systirin. Hún hefur verið í sviðsljósinu frá unga aldri, en hún var aðeins níu ára gömul þegar raunveruleikaþættirnir Keeping up With the Kardashians fóru í loftið. 

Þetta er uppáhaldssystir hennar

Kardashian | 23. febrúar 2023

Kylie Jenner er yngsta Kardashian-Jenner systirin.
Kylie Jenner er yngsta Kardashian-Jenner systirin. AFP

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan, Kylie Jenner, er yngsta Kardashian-Jenner systirin. Hún hefur verið í sviðsljósinu frá unga aldri, en hún var aðeins níu ára gömul þegar raunveruleikaþættirnir Keeping up With the Kardashians fóru í loftið. 

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan, Kylie Jenner, er yngsta Kardashian-Jenner systirin. Hún hefur verið í sviðsljósinu frá unga aldri, en hún var aðeins níu ára gömul þegar raunveruleikaþættirnir Keeping up With the Kardashians fóru í loftið. 

Jenner hefur talað opinskátt um erfiðleika sem hún hefur upplifað í tengslum við það að vera fræg og opinber persóna, en Kardashian-Jenner systurnar hafa verið á milli tannanna á fólki frá upphafi og rata iðulega í fjölmiðla. 

Systurnar ásamt móður þeirra, Kris Jenner. Frá vinstri eru Khloé, …
Systurnar ásamt móður þeirra, Kris Jenner. Frá vinstri eru Khloé, Kim, Kris, Kourtney, Kylie og Kendall. Skjáskot/Instagram

„Núna er það Kim“

Raunveruleikastjarnan prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Vanity Fair Italy, en í viðtali við tímaritið nefnir hún Kim Kardashian sem uppáhaldssystur sína. „Það breytist með tímanum. Núna er það Kim,“ sagði hún og bætti við að þær hefðu tengst sérstökum böndum eftir að hafa báðar farið í gegnum opinber sambandsslit á svipuðum tíma. 

Í síðasta mánuði fóru Jenner og rapparinn Travis Scott fóru sín í hvora áttina eftir rúmlega fimm ára samband. Nokkrum mánuðum áður hafði Kardashian farið í gegnum átakanlegan skilnað við fyrrverandi eiginmann sinn, Kanye West, og sambandsslit við grínistann Pete Davidson. 

„Kim hefur breyst svo mikið að undanförnu. Við erum mjög nánar, hún er alltaf fyrsta systirin sem ég hringi í ef mig vantar eitthvað. Við höfum gengið í gegnum svipaða reynslu undanfarið,“ útskýrði Jenner. 

Í viðtalinu viðurkenndi Jenner að hún og næstyngsta systirin, Kendall Jenner, ættu minnst sameiginlegt. Hún sagði þær þó vera nánar þar sem þær væru „andstæður sem laði hvor aðra að.“

Kim og Kylie saman á rauða dreglinum.
Kim og Kylie saman á rauða dreglinum. AFP
mbl.is