Hlýleg hönnun í sveitinni

Gisting | 13. mars 2023

Hlýleg hönnun í sveitinni

Í um tveggja klukkustunda akstursfjarlægð frá París í Frakklandi stendur guðdómleg eign á tveggja hektara landi. Mikil náttúrufegurð umlykur húsið, en að innan er skemmtilegur heimilisstíll þar sem nýtt og gamalt mætist og býr til hlýlegt andrúmsloft. 

Hlýleg hönnun í sveitinni

Gisting | 13. mars 2023

Samsett mynd

Í um tveggja klukkustunda akstursfjarlægð frá París í Frakklandi stendur guðdómleg eign á tveggja hektara landi. Mikil náttúrufegurð umlykur húsið, en að innan er skemmtilegur heimilisstíll þar sem nýtt og gamalt mætist og býr til hlýlegt andrúmsloft. 

Í um tveggja klukkustunda akstursfjarlægð frá París í Frakklandi stendur guðdómleg eign á tveggja hektara landi. Mikil náttúrufegurð umlykur húsið, en að innan er skemmtilegur heimilisstíll þar sem nýtt og gamalt mætist og býr til hlýlegt andrúmsloft. 

Mikill lúxusbragur er yfir eigninni sem státar af fallegum húsmunum. Mismunandi áferð og form eru einkennandi í eigninni þar hlýir tónar í innréttingum og húsmunum flæða í gegnum alla eignina. 

Mismunandi áferðir og litir

Stofan fangar strax augað þar sem gulur og bleikur veggur til móts við glansandi hvítar flísar gefa rýminu ferskan blæ. Í eldhúsinu er látlaus en afar falleg innrétting sem leyfir útsýninu að njóta sín til fulls. 

Þrjú svefnherbergi eru í eigninni, en þar eru mismunandi áherslur í lita- og efnisvali sem gerir hvert rými einstakt. Litlu smáatriðin setja svo punktinn yfir i-ið, eins og röndótt rúmföt, krómuð loftljós og dökkir viðarbitar. 

Eignin er til útleigu á Airbnb og rúmar alls sjö gesti hverju sinni. Nóttin á mann kostar um 585 bandaríkjadala, eða sem nemur rúmlega 83 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. 

Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
mbl.is