Ert þú að vanmeta vöðvana þína?

Andleg heilsa | 21. mars 2023

Ert þú að vanmeta vöðvana þína?

Nýlegar rannsóknir benda til þess að móstöðuþjálfun geti dregið úr þunglyndi og að áhrifin séu á par við hinar hefðbundnu lyfja- og sálfræðimeðferðir. 

Ert þú að vanmeta vöðvana þína?

Andleg heilsa | 21. mars 2023

Það að lyfta lóðum er ein tegund móstöðuþjálfunar.
Það að lyfta lóðum er ein tegund móstöðuþjálfunar. Ljósmynd/Unsplash/John Arano

Nýlegar rannsóknir benda til þess að móstöðuþjálfun geti dregið úr þunglyndi og að áhrifin séu á par við hinar hefðbundnu lyfja- og sálfræðimeðferðir. 

Nýlegar rannsóknir benda til þess að móstöðuþjálfun geti dregið úr þunglyndi og að áhrifin séu á par við hinar hefðbundnu lyfja- og sálfræðimeðferðir. 

Nýverið birtist grein á Psychology Today eftir sálfræðinginn Thomas Ruthledge þar sem hann útskýrði hvernig mótstöðuþjálfun getur dregið úr einkennum þunglyndis. 

Hreyfingarleysi geti valdið þunglyndi

„Heilinn er hannaður fyrir hreyfingu. Það er ástæðan fyrir því að hreyfingarleysi getur valdið þunglyndi og vitrænni hnignun á meðan hreyfing ýtir undir vellíðan. Þú ert líklega að vanmeta vöðvana þína eins og svo margir aðrir.

Þó að flestir viti að vöðvar séu mikilvægir fyrir virkni eins og að ganga, klifra og lyfta, þá eru færri sem átta sig á hve mikilvægur vöðvarnir eru þegar kemur að tilfinningum okkar,“ skrifaði Ruthledge. 

Nú hafa rannsóknir sýnt fram á að hreyfing hefur tilfinningalegan ávinning sem jafnast á við hefðbundin þunglyndislyf og sálfræðimeðferð. Í greininni útskýrir Ruthledge undirstöðuatriði mótstöðuþjálfunar í þremur hlutum. 

Æfingar, næring og endurheimt

Æfingar

„Farðu á styrktaræfingu 2-3 í viku þar sem þú notast við mótstöðuþjálfun. Æfingar ættu að vera stigvaxandi þar sem viðnámi, endurtekningum eða annars konar áskorunum er smám saman bætt við með tímanum.“

Næring

„Miðaðu við að fá 1,6 grömm af próteini fyrir hvert kíló af líkamsþyngd þinni. Ef mögulegt er skalt þú neyta hágæða próteins, eins og úr eggjum, kjöti og mjólkurafurðum.“

Endurheimt

„Hafðu það í forgangi að fá 7-8 klukkustunda svefn þegar þú ert að reyna að byggja upp vöðva og styrk.

Íhugaðu að nota próteinduft sem auka próteingjafa og kreatín til að bæta virkni vöðva og hvatbera.“

mbl.is