Vertíðin á fullu

Loðnuveiðar | 21. mars 2023

Vertíðin á fullu

Loðnuvertíðin hefur gengið vel og á Þórshöfn er allt á fullum snúningi við hrognavinnslu. Unnið er á vöktum allan sólarhringinn og búið er að vinna yfir 1.000 tonn af hrognum, sem er það mesta sem unnið hefur verið á Þórshöfn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu.

Vertíðin á fullu

Loðnuveiðar | 21. mars 2023

Beðið eftir löndun. Sigurður VE við löndunarkant sl. sunnudag en …
Beðið eftir löndun. Sigurður VE við löndunarkant sl. sunnudag en Álsey beið. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Loðnuvertíðin hefur gengið vel og á Þórshöfn er allt á fullum snúningi við hrognavinnslu. Unnið er á vöktum allan sólarhringinn og búið er að vinna yfir 1.000 tonn af hrognum, sem er það mesta sem unnið hefur verið á Þórshöfn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu.

Loðnuvertíðin hefur gengið vel og á Þórshöfn er allt á fullum snúningi við hrognavinnslu. Unnið er á vöktum allan sólarhringinn og búið er að vinna yfir 1.000 tonn af hrognum, sem er það mesta sem unnið hefur verið á Þórshöfn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu.

Sárlega hefur vantað fleira fólk en Ísfélagið á Þórshöfn auglýsti nýlega eftir fólki til að taka þátt í þessari tímabundnu vinnutörn en þarna verða mikil verðmæti til fyrir þjóðarbúið.

Sigurður VE-15 landaði fullfermi af góðri hrognaloðnu á Þórshöfn sl. laugardag en þá var einnig að hefjast útskipun á mjöli. Ekki var nægur mannskapur til staðar svo leitað var eftir aðstoð frá áhöfn Sigurðar.

mbl.is