Haldið í loðnuleit á mánudag en Árni fer ekki með

Loðnuveiðar | 2. febrúar 2024

Haldið í loðnuleit á mánudag en Árni fer ekki með

Haldið verður aftur af stað til loðnumælinga mánudag 5. febrúar eins og boðað hafði verið, en rannsóknarskipið Árni Friðriksson RE tekur ekki þátt vegna olíuleka með driföxli. Vestmannaeyja skipið Heimaey VE mun taka þátt í stað Árna Friðrikssonar.

Haldið í loðnuleit á mánudag en Árni fer ekki með

Loðnuveiðar | 2. febrúar 2024

Árni Friðriksson (t.h.) mun ekki taka þátt í loðnuleitinni í …
Árni Friðriksson (t.h.) mun ekki taka þátt í loðnuleitinni í næstu viku vegna olíuleka. mbl.is/Árni Sæberg

Haldið verður aftur af stað til loðnumælinga mánudag 5. febrúar eins og boðað hafði verið, en rannsóknarskipið Árni Friðriksson RE tekur ekki þátt vegna olíuleka með driföxli. Vestmannaeyja skipið Heimaey VE mun taka þátt í stað Árna Friðrikssonar.

Haldið verður aftur af stað til loðnumælinga mánudag 5. febrúar eins og boðað hafði verið, en rannsóknarskipið Árni Friðriksson RE tekur ekki þátt vegna olíuleka með driföxli. Vestmannaeyja skipið Heimaey VE mun taka þátt í stað Árna Friðrikssonar.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknastofnun að Árni Friðriksson átti að halda til mælinga ásamt uppsjávarskipunum Ásgrími Halldórssyni og Polar Ammassak, en við botnskoðun á Árna Friðrikssyni í slipp í Hafnarfirði í vikunni uppgötvaðist olíuleki með driföxli sem gera þarf við, meðal ananrs til að koma í veg fyrir mengun.

„Við þessari stöðu var brugðist á skjótan hátt af útgerðaraðilum því nú er verið að gera loðnuskipið Heimaey VE klárt í verkefnið í stað Árna en Heimaey hafði verið á kolmunaveiðum. Útgerðir uppsjávarveiðiskipa munu bera kostnað af tveimur skipum og Hafrannsóknastofnun af einu. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar verða um borð í öllum skipunum og stjórna mælingunum,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir að fyrirhugað rannsóknarsvæði nær frá Víkurál út af Vestfjörðum og þaðan til austurs að Héraðsdjúpi út af Austfjörðum en yfirferðina mun þurfa að aðlaga að útbreiðslu loðnunnar og aðgengi að hafsvæðum t.d. vegna hafíss.

Heimaey VE mun fara í loðnuleiðangurinn í stað Árna.
Heimaey VE mun fara í loðnuleiðangurinn í stað Árna. mbl.is/Líney
mbl.is