Ekki gert ráð fyrir afráni hnúfubaks á loðnu í líkani

Loðnuveiðar | 6. október 2023

Ekki gert ráð fyrir afráni hnúfubaks á loðnu í líkani

„Það er ekki langt síðan loðnuvertíðin var góð hér við land, vertíðin var ágæt í fyrra og árið þar á undan. Við þekkjum sveiflur í þessum fiskistofni, bæði upp og niður, sem endurspeglar nýliðunina í stofninum. En orsakir breytilegrar nýliðunar hjá loðnu þekkjum við nánast ekki neitt.“

Ekki gert ráð fyrir afráni hnúfubaks á loðnu í líkani

Loðnuveiðar | 6. október 2023

Guðmudnur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir engin gögn liggja fyrir …
Guðmudnur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir engin gögn liggja fyrir sem hægt er að styðjast við til að meta hver áhrif stækkandi hnúfbakastofns eru á loðnustofninn. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er ekki langt síðan loðnuvertíðin var góð hér við land, vertíðin var ágæt í fyrra og árið þar á undan. Við þekkjum sveiflur í þessum fiskistofni, bæði upp og niður, sem endurspeglar nýliðunina í stofninum. En orsakir breytilegrar nýliðunar hjá loðnu þekkjum við nánast ekki neitt.“

„Það er ekki langt síðan loðnuvertíðin var góð hér við land, vertíðin var ágæt í fyrra og árið þar á undan. Við þekkjum sveiflur í þessum fiskistofni, bæði upp og niður, sem endurspeglar nýliðunina í stofninum. En orsakir breytilegrar nýliðunar hjá loðnu þekkjum við nánast ekki neitt.“

Þetta segir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, í samtali við Morgunblaðið, en í ráðgjöf stofnunarinnar sem birt var í gær var ekki lagður til neinn kvóti í loðnu.

Í Morgunblaðinu í gær benti Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkævmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, á að stofnstærð hnúfubaks væri í hámarki, en aðalfæða hans er talin vera loðna.

Spurður um hvort Hafrannsóknastofnun hefði skoðað samhengið þar á milli, þ.e. fjölda hnúfubaka við Ísland og stærðar loðnustofnsins, svaraði Guðmundur því til að því miður væri ekki mikið til af gögnum sem hægt væri að nýta í þeim tilgangi.

Lesa má umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is