„Ég skeit í buxurnar“

Heilsurækt | 4. apríl 2023

„Ég skeit í buxurnar“

Hlauparinn Tamara Torlakson sagði nýverið frá því þegar hún kúkaði í buxurnar á meðan hún hljóp Long Beach Mountains 2 strandmaraþonið árið 2018 og náði þar sínum besta hlaupatíma. 

„Ég skeit í buxurnar“

Heilsurækt | 4. apríl 2023

Hlauparinn Tamara Torlakson, kúkaði í buxurnar í miðju maraþoni og …
Hlauparinn Tamara Torlakson, kúkaði í buxurnar í miðju maraþoni og náði þar með sínum besta hlaupaárangri. Skjáskot/Instagram

Hlauparinn Tamara Torlakson sagði nýverið frá því þegar hún kúkaði í buxurnar á meðan hún hljóp Long Beach Mountains 2 strandmaraþonið árið 2018 og náði þar sínum besta hlaupatíma. 

Hlauparinn Tamara Torlakson sagði nýverið frá því þegar hún kúkaði í buxurnar á meðan hún hljóp Long Beach Mountains 2 strandmaraþonið árið 2018 og náði þar sínum besta hlaupatíma. 

Á keppnisdeginum, sem hófst í Ojai í Kaliforníu en lauk í Vestur–Los Angeles, var Torlakson staðráðin í því að setja nýtt persónulegt met þar sem þetta var fyrsta hlaupið hennar eftir fæðingu. Hún sagðist ekki hafa búist við því sem gerðist en hlutirnir breyttust á augabragði. 

Allt breyttist á 21. kílómetranum

„Þjálfunin gekk mjög vel, ég vissi að ég væri í mjög góðu formi,“ sagði Torlakson, sem hafði hlaupið sömu vegalengd og strandmaraþonið, sem er rúmlega 42 kílómetrar, sex sinnum áður en hún eignaðist sitt fyrsta barn. 

Það var á kílómetra 21 sem hlutirnir fóru að breytast. Þá fann Torlakson mikla þörf fyrir að komast á klósettið, en hún vildi alls ekki hætta að hlaupa og hætta á að tapa tíma. „Ég hugsaði: Ég veit ómögulega hvort það sé hægt að kúka á meðan ég held áfram að hlaupa, en ég ætla að reyna,“ sagði Torlakson. „Ég vildi ekki að einn kúkur myndi klúðra öllu fyrir mér.“

Fyrir Tamöru Torlakson breyttist allt þegar hún var tæplega hálfnuð …
Fyrir Tamöru Torlakson breyttist allt þegar hún var tæplega hálfnuð með hlaupið. Skjáskot/Instagram

Hlauparinn gerði það sem hún þurfti að gera og létti af sér í nærbuxurnar. „Þetta kom bara út og mér leið miklu betur,“ sagði Torlakson sem endaði á að klára hlaupið á þremur klukkustundum og sjö mínútum. 

Algengt vandamál

„Mér er skítsama ef aðrir hlauparar sáu hvað gerðist. Maraþonhlauparar dæma ekki aðra,“ sagði Torlakson sem hrópaði „Ég skeit í buxurnar“ þegar hún fór yfir marklínuna. 

Samkvæmt læknum þjáðist Torlakson líklegast af því sem kallast „runner's trot“ og er þetta algengt vandamál meðal langhlaupara en fullkomlega eðlilegt. 

„Göngur og skokk hafa tilhneigingu til að auka magahreyfingar og magatæmingu hjá öllum; þetta eru lífeðlisfræðileg viðbrögð,“ sagði Dr. Devin Smith við UnityPoint Health. „Hreyfing lætur meltingarkerfið hreyfast aðeins hraðar en ef þú situr kyrr. Þó það geti verið óþægilegt, þá er það í sjálfu sér aldrei hættulegt merki.“

„Þó að það sé engin nákvæm orsök stafar það líklega af samspili mismunandi þátta, þar á meðal blóðdreifingu milli þarma og vöðva, hormónabreytingum, örvun líffæra við hreyfingu og hugsanlegrar streitu eða kvíða, sérstaklega á keppnisdegi,“ sagði Dr. Smith.

„Ég hef bætt maraþontímann minn um tíu mínútur síðan þá og það án þess að stríða við kúkavandamál,“ sagði Torlakson í viðtali við The New York Post

mbl.is