Hafa fundað einu sinni eftir að sjómenn felldu

Kjaramál sjómanna | 19. apríl 2023

Hafa fundað einu sinni eftir að sjómenn felldu

„Hvenær hægt verður að leggja fram nýjan samning er ekki ljóst á þessari stundu,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um stöðu kjaraviðræðna sjómanna. „Einn óformlegur fundur hefur verið milli SSÍ og SFS. Sáttasemjari hefur ekki boðað til fundar, en deilan er enn hjá embættinu,“ segir hann.

Hafa fundað einu sinni eftir að sjómenn felldu

Kjaramál sjómanna | 19. apríl 2023

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands.
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hvenær hægt verður að leggja fram nýjan samning er ekki ljóst á þessari stundu,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um stöðu kjaraviðræðna sjómanna. „Einn óformlegur fundur hefur verið milli SSÍ og SFS. Sáttasemjari hefur ekki boðað til fundar, en deilan er enn hjá embættinu,“ segir hann.

„Hvenær hægt verður að leggja fram nýjan samning er ekki ljóst á þessari stundu,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um stöðu kjaraviðræðna sjómanna. „Einn óformlegur fundur hefur verið milli SSÍ og SFS. Sáttasemjari hefur ekki boðað til fundar, en deilan er enn hjá embættinu,“ segir hann.

Sjómenn felldu kjarasamning sem gerður var við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi með 67% greiddra atkvæða í atkvæðagreiðslu sem lauk 10. mars síðastliðinn.

Mikil óánægja var meðal sjómanna með ákvæði um breytingar á skiptaprósentu – sem er til grundvallar launum sjómanna – við fjölgun eða fækkun í áhöfn vegna fjárfestinga í nýju skipi eða búnaði. Forsvarsmenn samtaka sjómanna sögðu ákvæðið til þess fallið að tryggja hlut sjómanna í ágóðanum sem verður til við fjárfestinguna, en víða skildu félagsmenn ákvæðið þannig að það væri verið að endurvekja þátttöku sjómanna í kostnaði við nýsmíðum.

Hefur myndast óeining eða ósætti innan raða sjómanna vegna málsins?

„Ósætti skynja ég ekki nema þá milli þeirra sem samþykktu og þeirra sem felldu eins og gengur. Menn virðast ætla að horfa til reynslu skipstjórnarmanna sem samþykktu samninginn,“ svarar Valmundur.

mbl.is