Tímamótasamningar sjómanna

Kjaraviðræður | 9. febrúar 2023

Tímamótasamningar sjómanna

Kjarasamningar hafa náðst á milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Tímamótasamningar sjómanna

Kjaraviðræður | 9. febrúar 2023

Skrifað var undir í Karphúsinu.
Skrifað var undir í Karphúsinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kjarasamningar hafa náðst á milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Kjarasamningar hafa náðst á milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Skrifað var undir samninga í Karphúsinu rétt í þessu. Samningarnir eru til tíu ára og eru því óvenjulangir. Ná þeir til allra aðildarfélaga Sjómannasambandsins.

Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Félag skipstjórnarmanna hafa einnig náð samningum.

Samningar sjómanna höfðu verið lausir frá árinu 2019.

Í september 2021 var reynt að ná samningum en upp úr þeim viðræðum slitnaði. Síðast þegar sjómenn voru án samninga varði samningsleysið í sex ár.

Elísabet S. ólafsdóttir skrifstofustjóri hjá ríkissáttasemjara bakaði vöfflur.
Elísabet S. ólafsdóttir skrifstofustjóri hjá ríkissáttasemjara bakaði vöfflur. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is