Búið að marka mjög skýra stefnu fyrir vinnumarkaðinn

Kjaraviðræður | 14. mars 2024

Búið að marka mjög skýra stefnu fyrir vinnumarkaðinn

„Nú erum við búin að gera kjarasamninga við öll stærstu stéttarfélögin og landssamböndin, það eru auðvitað fleiri samningar sem á eftir að gera, en það er búið að marka mjög skýra stefnu fyrir vinnumarkaðinn. Næstu fjögur árin - til hamingju með það!“

Búið að marka mjög skýra stefnu fyrir vinnumarkaðinn

Kjaraviðræður | 14. mars 2024

Sigríður Margrét við undirritun samningsins laust eftir miðnætti.
Sigríður Margrét við undirritun samningsins laust eftir miðnætti. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Nú erum við búin að gera kjarasamninga við öll stærstu stéttarfélögin og landssamböndin, það eru auðvitað fleiri samningar sem á eftir að gera, en það er búið að marka mjög skýra stefnu fyrir vinnumarkaðinn. Næstu fjögur árin - til hamingju með það!“

„Nú erum við búin að gera kjarasamninga við öll stærstu stéttarfélögin og landssamböndin, það eru auðvitað fleiri samningar sem á eftir að gera, en það er búið að marka mjög skýra stefnu fyrir vinnumarkaðinn. Næstu fjögur árin - til hamingju með það!“

Þetta sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við blaðamann mbl.is eftir að samningar náðust við VR og LÍV laust eftir miðnætti.

VR og LÍV geti notið sömu launahækkana

„Þetta er auðvitað búin að vera bæði löng og ströng törn, en það er mjög ánægjulegt að við séum búin að gera þennan langtímasamning bæði við VR og eins líka Landssamband íslenskra verslunarmanna. Þetta er samningur sem getur byggt undir efnahagslegan stöðugleika,“ sagði Sigríður Margrét.

Með samningnum væri verið að tryggja að félagsmenn VR og LÍV geti notið sömu launahækkana og samið hefur verið um við hin stóru stéttarfélögin og landssamböndin. 

„Enda tók forysta VR líka þátt í að móta þá stefnu með einmitt þessi markmið að gera kjarasamninga sem geta verið til þess fallnir að verðbólga minnki svo að skilyrði séu sköpuð fyrir vaxtalækkunum.“

Ríkissáttasemjari fann milliveginn

Helsta ádeila samningsaðila snéri að kjörum og vinnufyrirkomulagi starfsfólks Icelandair í farþega- og hleðsluþjónustu, þá sérstaklega með tilliti til réttar þeirra til samfellds vinnutíma. Hafði SA efnt til atkvæðagreiðslu um verkbann og VR um verkfall þegar ekki náðist samkomulag um atriðin.

Innt eftir því hvaða lausn báðir aðilar hefðu fallist á segir Sigríður Margrét báða aðila hafa fallist á innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Þar sé tryggt að þeirri launastefnu sem þegar hafi verið mörkuð verði fylgt á sama tíma og að komið sé til móts við þarfir og óskir félagsmanna VR. 

Þannig þið hafið fundið milliveginn?

„Það má eiginlega segja að ríkissáttasemjari hafi gert það.“

mbl.is