Kjaradeilu vísað til ríkissáttasemjara

Kjaraviðræður | 9. apríl 2024

Kjaradeilu vísað til ríkissáttasemjara

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu og Félag flugmálastarfsmanna.ríkisins vísuðu kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara í gær eftir árangurslausar viðræður.

Kjaradeilu vísað til ríkissáttasemjara

Kjaraviðræður | 9. apríl 2024

Deilan er komin til ríkissáttasemjara.
Deilan er komin til ríkissáttasemjara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu og Félag flugmálastarfsmanna.ríkisins vísuðu kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara í gær eftir árangurslausar viðræður.

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu og Félag flugmálastarfsmanna.ríkisins vísuðu kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara í gær eftir árangurslausar viðræður.

Fram kemur í tilkynningu frá Sameyki, að viðræðurnar hafi hafist á milli aðila FFR og Isavia/SA þann 13. september og Sameyki hafi komið til viðræðna 19. febrúar.

„Þá höfðu verið haldnir 11 fundir milli FFR við Isavia og SA. Félögin lögðu fram sameiginlega kröfugerð þann 25. mars 2024 og hafa verið haldnir þrír fundir síðan þá án árangurs.

Átjándi fundur samningsaðila var haldinn þann 8. apríl og var honum slitið kl. 16:35 án árangurs,“ segir í tilkynningunni. 

Þá kemur fram, að samningsaðilar muni boða til sameignlegs félagsfundar með félagsfólki sem starfi hjá Isavia næstkomandi, fimmtudag 11. apríl kl. 18:00. Staðsetning félagsfundarins verður send félagsfólki.

Kjarasamningar milli aðila runnu út þann 31. janúar 2024.

mbl.is