Jöfnun launa milli markaða forsenda kjarasamninga

Kjaraviðræður | 3. apríl 2024

Jöfnun launa milli markaða forsenda kjarasamninga

Forsenda þess að aðildarfélög BSRB undirriti kjarasamninga er að stigið verði skýrt skref í átt að jöfnun launa milli markaða. Markmið félaganna er það sama og á almenna vinnumarkaðnum, að stemma stigum við vöxtum og verðbólgu. 

Jöfnun launa milli markaða forsenda kjarasamninga

Kjaraviðræður | 3. apríl 2024

Sonja Ýr, segir ekki hafa komið til tals að vísa …
Sonja Ýr, segir ekki hafa komið til tals að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Forsenda þess að aðildarfélög BSRB undirriti kjarasamninga er að stigið verði skýrt skref í átt að jöfnun launa milli markaða. Markmið félaganna er það sama og á almenna vinnumarkaðnum, að stemma stigum við vöxtum og verðbólgu. 

Forsenda þess að aðildarfélög BSRB undirriti kjarasamninga er að stigið verði skýrt skref í átt að jöfnun launa milli markaða. Markmið félaganna er það sama og á almenna vinnumarkaðnum, að stemma stigum við vöxtum og verðbólgu. 

Þetta segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í samtali við mbl.is spurð út í gang kjaraviðræðna og helstu markmið aðildarfélaga BSRB, en 19 aðild­ar­fé­lög BSRB taka þátt í kjaraviðræðunum og telja fé­lags­menn um 24 þúsund. 

Gangur í viðræðunum en ekki ljóst hvenær þeim lýkur

„Við erum búin að vera í viðræðum í þó nokkurn tíma og höfum verið að leggja áherslu á sameiginleg mál,“ segir Sonja og útskýrir að öll aðildarfélög BSRB standi saman að kröfum er varðar breytingar á vaktavinnu auk þess að betrumbæta kerfið eins og var innleitt árið 2021 og samið um ári fyr. 

„Sömuleiðis er forsenda þess að við undirritum kjarasamninga að það verði stigið skýrt skref í áfanga varðandi jöfnun launa á milli markaða,“ segir Sonja. Þar að auki hafa aðildarfélögin sjálf verið að funda með sínum viðsemjendum til að ræða sínar kröfur og sérmál að sögn Sonju. 

„Í stórum dráttum þá er gangur í viðræðunum en við vitum ekki hvenær þeim lýkur. Það er virkt samtal og báðir aðilar á þeim stað að vera virkilega að leggja sig fram í þessu samtali en svo eigum við eftir að ná betur saman.“  

Gengur hægt að efna loforð um jöfnun launa 

Spurð hvort mikið verði tekið úr þeim samningum sem þegar hafa verið gerðir á almenna markaðnum og hversu mikið svigrúm aðildarfélögin hafi til að leggja eigin áherslur í kjölfar þeirra svarar Sonja:

„Það hefur verið mjög skýr markmiðasetning hjá aðildarfélögum BSRB, og við fengum þau skilaboð frá félagsmönnum aðildarfélaganna, að megin markmiðin væru að stemma stigum við vöxtum og verðbólgu. Þannig að við höfum tekið undir þessi megin markmið kjarasamninganna á almennum vinnumarkaði.“

Hvað svigrúmið varðar undirstrikar Sonja að mörg ár séu síðan samið var um vaktavinnu og jöfnun launa milli markaða. Það séu verkefni sem hafi verið viðvarandi síðan þá en nú sé komið að því að betrumbæta vaktavinnuna og að efna loforðið um jöfnun launa. 

Hvernig gengur að efna það? 

„Það gengur mjög hægt en þess vegna erum við að gera það sem forsendu fyrir því að við undirritum kjarasamninga, að það verði tekið skýrt skref núna.“

Funda í Karphúsinu en deilan ekki komin til ríkissáttasemjara

BSRB og aðildarfélög þess funda nú í húsakynnum ríkissáttasemjara þrátt fyrir að deilunni hafi ekki verið vísað til hans. Spurð hvort útlit sé fyrir að deilunni verði vísað til ríkissáttasemjara svarar Sona að sú umræða hafi ekki komið upp meðal aðildarfélaganna. 

„Eins og ég segi, BSRB fer fyrir þeim [aðildarfélögunum] í svona sameiginlegum málum þannig að þau eru sjálf að ræða sín mál og þetta er allavega ekki komið á þann stað að þau telji tilefni til að vísa til ríkissáttasemjara. 

Hins vegar erum við að funda í húsi og í þessum sameiginlegu málum að þá eru þau jafnvel í starfshópum þar sem ríkissáttasemjari eða sáttasemjarar koma að. Bæði í verkefnastjórn eða fundastjórn. Þannig að þau taka þátt í eitthvað af þessari vinnu.“

mbl.is