SA og verslunarmenn skrifuðu undir

Kjaraviðræður | 14. mars 2024

SA og verslunarmenn skrifuðu undir

Samningar hafa náðst í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og verslunarmanna. Skrifað var undir nýjan kjarasamning í húsnæði ríkissáttasemjara nú skömmu eftir miðnætti.

SA og verslunarmenn skrifuðu undir

Kjaraviðræður | 14. mars 2024

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri …
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, tókust í hendur þegar samningar voru í höfn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samningar hafa náðst í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og verslunarmanna. Skrifað var undir nýjan kjarasamning í húsnæði ríkissáttasemjara nú skömmu eftir miðnætti.

Samningar hafa náðst í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og verslunarmanna. Skrifað var undir nýjan kjarasamning í húsnæði ríkissáttasemjara nú skömmu eftir miðnætti.

Samningafundur hefur staðið yfir í allan dag. Ríkissáttasemjari lagði fram svokallaða innanhússtillögu fyrr í dag og féllust samningsaðilar á hana í kvöld.

Frá undirritun samningsins í Karphúsinu nú eftir miðnættið.
Frá undirritun samningsins í Karphúsinu nú eftir miðnættið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samningurinn gildir frá 1. febrúar síðastliðnum til 31. janúar 2028. Í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins kemur fram að með undirritun samningsins hafi SA samið við langstærstan hluta félaga á almennum vinnumarkaði. Er þar vísað til samninga við breiðfylkingu stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og fagfélögin svonefndu. „VR/LÍV áttu veigamikinn þátt í mótun þeirrar launastefnu sem Stöðugleikasamningurinn byggir á,“ segir í tilkynningunni.

Þar er jafnframt haft eftir Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA, að afar ánægjulegt sé að semja um stöðugleika við verslunarmenn. „Það skapar óneitanlega skriðþunga fyrir það sem á eftir kemur, þar sem við sem þjóð stöndum frammi fyrir raunverulegu tækifæri til þess að ná efnahagslegum stöðugleika. Við sjáum samtakamáttinn þegar fjölmörg fyrirtæki stíga fram og sýna stuðning við markmið samninganna í verki og þegar ríki og sveitarfélög skuldbinda sig til þess að draga úr gjaldskrárhækkunum,“ segir Sigríður Margrét.

Mikil gleði var í Karphúsinu þegar skrifað hafði verið undir.
Mikil gleði var í Karphúsinu þegar skrifað hafði verið undir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í tilkynningu SA segir að stöðugleikasamningurinn styðji fyrrnefnd markmið samningsaðila, að stuðla að minnkun verðbólgu og lækkun vaxta. Af því leiði að kaupmáttur aukist, aukinn fyrirsjáanleiki verði í efnahagslífinu, dregið verði úr verðbólguvæntingum og samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs styrkist.

„Núna er tíminn til þess að tileinka okkur nýja nálgun til þess að verja lífskjör og skapa skilyrði fyrir fjárfestingu í frekari verðmætasköpun.“ segir Sigríður Margrét.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is