98% vildu verkfallsaðgerðir

Kjaraviðræður | 15. mars 2024

98% vildu verkfallsaðgerðir

98% þátttakenda í atkvæðagreiðslu VR um röð verkfallsaðgerða starfsmanna hjá Icelandair voru hlynntir verkfallsaðgerðum. Þetta herma heimildir mbl.is

98% vildu verkfallsaðgerðir

Kjaraviðræður | 15. mars 2024

Keflavíkurflugvöllur Leifsstöð Icelandair
Keflavíkurflugvöllur Leifsstöð Icelandair mbl.is/Eggert Jóhannesson

98% þátttakenda í atkvæðagreiðslu VR um röð verkfallsaðgerða starfsmanna hjá Icelandair voru hlynntir verkfallsaðgerðum. Þetta herma heimildir mbl.is

98% þátttakenda í atkvæðagreiðslu VR um röð verkfallsaðgerða starfsmanna hjá Icelandair voru hlynntir verkfallsaðgerðum. Þetta herma heimildir mbl.is

Samn­ing­ar náðust í kjara­deilu Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og VR í fyrrinótt. Áður en samningar náðust hafði VR boðað til atkvæðagreiðslu um röð verkfallsaðgerða.

Verkfallsaðgerðirnar næðu til starfsmanna í innritun farþega og hlaðmanna hjá Icelandair. Atkvæðagreiðslan hófst á mánudag og átti að ljúka á fimmtudag. 

Allir nema þrír vildu verkfall

Samkvæmt heimildum mbl.is var kosningaþátttaka í atkvæðagreiðslunni mjög mikil. 162 manns tóku þátt eða um 94%.

98% svarenda voru hlynntir verkfallsaðgerðum, einungis þrír einstaklingar kusu því gegn þeim. 

Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli átti að hefjast á miðnætti á föstudag 22. mars hefðu aðgerðirnar verið samþykktar.

Í ljósi þess að samningar náðust varð ekkert úr verkfallinu. 

mbl.is