Fordæma verkbann SA

Kjaraviðræður | 13. mars 2024

Fordæma verkbann SA

Fagfélögin fordæma þá ákvörðun Samtaka atvinnulífsins (SA) að setja verkbann á VR vegna kjaradeilu samtakanna við framlínufólk hjá Icelandair. 

Fordæma verkbann SA

Kjaraviðræður | 13. mars 2024

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtka atvinnulísins, ásamt félögum sínum í …
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtka atvinnulísins, ásamt félögum sínum í samninganefnd SA. Kristinn Magnússon

Fagfélögin fordæma þá ákvörðun Samtaka atvinnulífsins (SA) að setja verkbann á VR vegna kjaradeilu samtakanna við framlínufólk hjá Icelandair. 

Fagfélögin fordæma þá ákvörðun Samtaka atvinnulífsins (SA) að setja verkbann á VR vegna kjaradeilu samtakanna við framlínufólk hjá Icelandair. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fagfélögunum, sem í eru, Byggiðn, MATVÍS, RSÍ og VM, en þar segir að barátta þessa hóps er sjálfsögð. Hún snýst um réttlátan vinnutíma í takt við það sem almennt gerist á markaði.

„Viðbrögð SA eru í engu samræmi við stöðu deilunnar og hvorki til þess fallin að skapa stöðugleika á vinnumarkaði né gefa gott fordæmi til framtíðar.Fagfélögin styðja VR í kjarabaráttu þeirra og skora á SA að sýna meiri metnað við samningaborðið og vilja til að semja við umræddan hóp,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

mbl.is