Um 9.000 hjá fagfélögunum samþykkja samninga

Kjaraviðræður | 19. mars 2024

Um 9.000 hjá fagfélögunum samþykkja samninga

Félagsmenn VM Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Matvís, Grafíu og Rafiðnaðarsambands Íslands samþykktu kjarasamninga félaganna við SA, en atkvæðagreiðslu lauk klukkan 14:00 í dag. Samtals er um tæplega 9 þúsund starfsmenn að ræða hjá félögunum og bætast þeir við tæplega 9 þúsund starfsmenn sem samþykktu fyrr í dag kjarasamning Samiðnar.

Um 9.000 hjá fagfélögunum samþykkja samninga

Kjaraviðræður | 19. mars 2024

Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM, Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, …
Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM, Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður Matvís, fyrir hönd samninganefndar fagfélanna. Ljósmynd/Rafiðnaðarsambandið

Félagsmenn VM Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Matvís, Grafíu og Rafiðnaðarsambands Íslands samþykktu kjarasamninga félaganna við SA, en atkvæðagreiðslu lauk klukkan 14:00 í dag. Samtals er um tæplega 9 þúsund starfsmenn að ræða hjá félögunum og bætast þeir við tæplega 9 þúsund starfsmenn sem samþykktu fyrr í dag kjarasamning Samiðnar.

Félagsmenn VM Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Matvís, Grafíu og Rafiðnaðarsambands Íslands samþykktu kjarasamninga félaganna við SA, en atkvæðagreiðslu lauk klukkan 14:00 í dag. Samtals er um tæplega 9 þúsund starfsmenn að ræða hjá félögunum og bætast þeir við tæplega 9 þúsund starfsmenn sem samþykktu fyrr í dag kjarasamning Samiðnar.

Samningarnir gilda til fjögurra ára og taka gildi 1. febrúar síðastliðinn.

Samtals voru 2.288 á kjörskrá hjá VM og var kjörsókn 28,8%. Af greiddum atkvæðum samþykktu 71,9% nýjan samning.

Meðal tæknifólks innan Rafiðnaðarsambandsins voru 1.785 á kjörskrá og var kjörsókn 26,2%. Greiddu 67,7% atkvæði með samningum. Hjá sveinum innan Rafiðnaðarsambandsins voru 2.416 á kjörskrá og var kjörsókn 47,4%. Samtals voru 59,1% fylgjandi samningum.

Hjá Grafíu voru 442 á kjörskrá og var kjörsókn 54,5%. Sögðu 83,8% já við nýjum samningi.

Á kjörskrá hjá Matvís eru 1.830 og var kjörsókn 29,6%. Voru 80,4% þeirra sem samþykktu nýja samninga.

Fyrr í dag var greint frá því að um 8.862 starfsmenn hefðu samþykkt kjarasamning Samiðnar. Eru því um 18 þúsund starfsmenn búnir að samþykkja nýja samninga, en atkvæðagreiðsla meðal annars vegna SGS og VR líkur á næstu dögum.

mbl.is