Ríkissáttarsemjari hefur lagt fram innanhússtillögu

Kjaraviðræður | 13. mars 2024

Ríkissáttarsemjari hefur lagt fram innanhússtillögu

Ríkissáttasemjari, Ástráður Haraldsson, hefur lagt fram innanhússtillögu fyrir samninganefndir VR og Samtaka atvinnulífsins. 

Ríkissáttarsemjari hefur lagt fram innanhússtillögu

Kjaraviðræður | 13. mars 2024

Ástráður Haraldsson.
Ástráður Haraldsson. mbl.is/Árni Sæberg

Ríkissáttasemjari, Ástráður Haraldsson, hefur lagt fram innanhússtillögu fyrir samninganefndir VR og Samtaka atvinnulífsins. 

Ríkissáttasemjari, Ástráður Haraldsson, hefur lagt fram innanhússtillögu fyrir samninganefndir VR og Samtaka atvinnulífsins. 

Þetta staðfestir Elísabet Ólafsdóttir, aðstoðaríkissáttasemjari í samtali við mbl.is. 

Elísabet Ólafsdóttir, aðstoðarríkissáttasemjari.
Elísabet Ólafsdóttir, aðstoðarríkissáttasemjari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Segir hún að hlé hafi verið gert á samningafundum á meðan aðilarnir skoða tillöguna. Ekki sé óalgengt að ríkissáttasemjari leggi fram slíka tillögu, en hún sé einungis lögð fyrir samninganefndirnar, ólíkt miðlunartillögu sem myndi þurfa að fara til atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum VR og SA.

Spurð hvort slík tillaga kunni að koma á sátt segir Elísabet það verða að koma í ljós í kvöld.

„Það fer eftir því hverju samninganefndirnar svara núna á eftir. Framhaldið ræðst af því.“

mbl.is