Aðilar vinnumarkaðar þurfi að sýna þolinmæði

Vextir á Íslandi | 20. mars 2024

Aðilar vinnumarkaðar þurfi að sýna þolinmæði

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að sýna verði þolinmæði eftir vaxtalækkunum þrátt fyrir kjarasamninga sem hann sjálfur sagði nokkuð hófsama. Hann segist þó hafa áhyggjur af þeim samningum sem eftir eru og að launahækkanir muni fara beint út í verðlagið. Þetta er meðal þess sem Ásgeir sagði við mbl.is eftir fund peningastefnunefndar í dag, en nefndin ákvað að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum.

Aðilar vinnumarkaðar þurfi að sýna þolinmæði

Vextir á Íslandi | 20. mars 2024

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, bendir á að gríðarlegur hagvöxtur undanfarinna ára …
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, bendir á að gríðarlegur hagvöxtur undanfarinna ára hafi ekki leitt til útlánabólu mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að sýna verði þolinmæði eftir vaxtalækkunum þrátt fyrir kjarasamninga sem hann sjálfur sagði nokkuð hófsama. Hann segist þó hafa áhyggjur af þeim samningum sem eftir eru og að launahækkanir muni fara beint út í verðlagið. Þetta er meðal þess sem Ásgeir sagði við mbl.is eftir fund peningastefnunefndar í dag, en nefndin ákvað að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að sýna verði þolinmæði eftir vaxtalækkunum þrátt fyrir kjarasamninga sem hann sjálfur sagði nokkuð hófsama. Hann segist þó hafa áhyggjur af þeim samningum sem eftir eru og að launahækkanir muni fara beint út í verðlagið. Þetta er meðal þess sem Ásgeir sagði við mbl.is eftir fund peningastefnunefndar í dag, en nefndin ákvað að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum.

Á fundinum var Ásgeir spurður að því hvort ekki væri eðlilegt að aðilar vinnumarkaðar væntu vaxtalækkunar í ljósi hófsamra kjarasamninga. „Jú, en þau verða að sýna þolinmæði. Það tók þau marga mánuði að semja. Við þurfum líka að fá tíma til að geta skilið því sem við ætlum okkur. Ég á von á því að við munum sjá lægri verðbólgu og að við getum þá farið að lækka vexti,“ svaraði Ásgeir.

„Hugsunin og markmiðin eru rétt“

Ásgeir segir við við mbl.is að erfitt sé fyrir seðlabankann að tjá sig um kjarasamninga, því í raun vilji hann oftast sjá sem minnstar hækkanir, en segir þó: „Mér finnst aðilar vinnumarkaðarins hafa verið að ræða rétta hluti. Hugsunin og markmiðin eru rétt.“

Hann segist þó hafa áhyggjur af þeim aðilum sem enn eigi eftir að semja og að öll kurl séu ekki enn komin til grafar og nefnir dæmi í því samhengi.

„Ég vil nefna það sem gerðist með sveitarfélögin. Það urðu allir voða glaðir í janúar þar sem ekki varð af boðuðum hækkunum á gjöldum. Þær komu bara í febrúar í staðinn. Þess vegna varð hækkun vísitölunnar í febrúar, af því að hækkun á gjaldskrám kom þá fram.“

Launahækkanir geti farið beint út í verðlag

Hann virðist sömuleiðis hafa áhyggjur af því að fyrirhugaðar launahækkanir verði látnar fara beint út í verðlag.

„Við þurfum að sjá launahækkanirnar fara í gegn, ríkið er sömuleiðis að setja fé út í kerfið. Margir hlutir eru því að koma fram á sama tíma. Við vonum að þær launahækkanir sem fólk fær fari ekki strax út í aukna neyslu, ríkið sé fjármagnað með góðum hætti, fyrirtækin bregðist ekki við þessu með  því að hækka vöruverð,“ segir hann.

Seðlabankinn viti sína ábyrgð

Ásgeir tekur fram að Seðlabankinn taki þó líka fulla ábyrgð á stöðunni.

„Ég tek það fram að Seðlabankinn tekur fulla ábyrgð á verðstöðugleikanum. Við ætlum að styðja við þessa samninga, en það gerum við með því að ná verðbólgunni niður. Við getum ekki gert það með því að lækka vexti allt of snemma, verðbólgan haldi áfram og allt í einu standi fólk upp með neikvæðan kaupmátt, eða verri lífskjör.“

Hann segir enn fremur um hlutverk seðlabankans: „Stýrivextir eru eitt en við höfum líka verið að fylgja mjög aðhaldssamri stefnu varðandi þjóðhagsspá og fjármálastöðugleika og með því að gera kröfur til bankanna um eigið fé. Við höfum verið á bremsunni alls staðar, líkt og kom fram í nýju riti um fjármálastöðugleika í síðustu viku, þá erum við að sjá kerfi þar sem er ekki mikil skuldsetning. Skuldir heimilanna hafa minnkað, eiginfjárstaðan hefur hækkað, og það sama gildir um fyrirtækin.“

Mikið aðhald á bankakerfinu 

Ásgeir bendir á þær hömlur sem settar hafa verið á íslenskt bankakerfi, sem meðal annars er ætlað að hagvöxtur verði ekki til að fjármálabóla verði í landinu:

„Það er ekkert bankakerfi í hinum vestræna heimi sem býr við jafn miklar takmarkanir og íslenska bankakerfið, varðandi eiginfjárstöðu, varðandi öryggiskröfur. Við höfum ekki séð þennan mikla hagvöxt leiða til þess að hér verði fjármálabóla, sem er ólíkt því sem gerst hefur á Íslandi áður.“

Hagvöxtur hafi ekki leitt til útlánabólu

Hann segir því að mikill hagvöxtur undanfarinna ára hafi ekki náð að koma efnahagslífinu úr jafnvægi.

„Ef skoðaðar eru tölur um fjármálastöðugleika, svo sem um skuldsetningu fyrirtækja, þá erum við ekki að tala um skuldsett atvinnulíf. Ég veit að greinar komu mis vel út úr heimsfaraldrinum, og ferðaþjónustan varð þá fyrir miklum skelli. Við erum samt heldur ekki að tala um skuldsett heimili á Íslandi í erlendum samanburði. Okkur hefur tekist að leyfa hagvexti að koma fram án þess að það hafi leitt til ójafnvægis, halla á viðskiptajöfnuði án þess að það hafi leitt til útlánabólu.“

mbl.is