„Seðlabankinn getur ekki hallað sér aftur“

Vextir á Íslandi | 20. mars 2024

„Seðlabankinn getur ekki hallað sér aftur“

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að þó gerðir hafi verið nýir kjarasamningar sem um margt hafi verið hóflegir, þá séu þeir einir og sér ekki nægjanlegir til að ná niður verðbólgu. Þá sagði hann  algjörlega rétta hugsun í samningunum.

„Seðlabankinn getur ekki hallað sér aftur“

Vextir á Íslandi | 20. mars 2024

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að þó gerðir hafi verið nýir kjarasamningar sem um margt hafi verið hóflegir, þá séu þeir einir og sér ekki nægjanlegir til að ná niður verðbólgu. Þá sagði hann  algjörlega rétta hugsun í samningunum.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að þó gerðir hafi verið nýir kjarasamningar sem um margt hafi verið hóflegir, þá séu þeir einir og sér ekki nægjanlegir til að ná niður verðbólgu. Þá sagði hann  algjörlega rétta hugsun í samningunum.

Ásgeir sagði bankann taka hlutverk sitt alvarlega og að það væri ástæða þess vaxtaaðhalds sem hefði verið undanfarið og viðurkenndi hann að það hefði verið mjög strangt. „Verðbólga er 6,6%, sem síðast þegar ég vissi var eiginlega bara þrefalt verðbólgumarkmið okkar og við þurfum að ná henni niður,“ sagði hann á fundi peningastefnunefndarinnar í morgun.

Í morgun var tilkynnt um að peningastefnunefnd bankans hefði ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25%.

Á fundinum ítrekaði Ásgeir margoft ábyrgð Seðlabankans á að ná verðbólgu niður og tryggja verðstöðugleika og kaupmátt þeirra launa sem samið væri um.

„Seðlabankinn getur ekki hallað sér aftur og álitið að þessir kjarasamningar sem slíkir séu að fara að toga hana [verðbólguna] niður í markmið. Við verðum að gera það,“ sagði Ásgeir og bætti við:

„Mér finnst hugsunin í þeim vera algjörlega rétt

„Stýrivextir seðlabankans eru ekki háir út af því að við höfum fengið þá hugmynd í hausinn að það væri gaman að hafa háa vexti. Stýrivextir bankans eru háir því það er verðbólga. Grundvellir þess að hægt er að lækka þá er að verðbólga fari niður.“

Benti Ásgeir á að megin launahækkun væri um 4% sem væri jú lægri en verðbólga, sem nú mælist 6,6%. Sagði hann að ef bankinn myndi leyfa verðbólgunni að ganga lausri og ekki taka á henni væri verið að grafa undan samningunum.

Þá ítrekaði Ásgeir einnig að ekki væri búið að semja fyrir alla hópa og að miklu máli skipti fram á við að sjá hagkerfið fara með trúverðugum hætti í átt að jafnvægi.  „Kjarasamningarnir eru mjög gott innlegg. Mér finnst hugsunin í þeim vera algjörlega rétt, þó það megi velta fyrir sér prósentuhækkunum eða krónutölum, en hugsunin í þeim er rétt.“

mbl.is