Arion breytir vöxtum

Vextir á Íslandi | 4. apríl 2024

Arion breytir vöxtum

Eftirfarandi breytingar á inn- og útlánavöxtum Arion banka tóku gildi í dag. 

Arion breytir vöxtum

Vextir á Íslandi | 4. apríl 2024

Eftirfarandi breytingar á inn- og útlánavöxtum Arion banka tóku gildi í dag. 

Eftirfarandi breytingar á inn- og útlánavöxtum Arion banka tóku gildi í dag. 

Íbúðalán

  • Óverðtryggðir fastir 3 ára íbúðalánavextir lækka um 0,50 prósentustig og verða 8,95%
  • Verðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,25 prósentustig og verða 4,04%

Innlán

  • Vextir innlánareikningsins Vöxtur - fastir vextir sem er bundinn í 9 mánuði lækka um 0,10 prósentustig
  • Vextir innlánareikningsins Vöxtur - fastir vextir sem er bundinn í 12 mánuði lækka um 0,20 prósentustig

Fram kemur í tilkynningu á vef bankans, að vaxtabreytingar útlána taki mið af fjármögnunarkostnaði bankans á hverjum tíma en einnig af öðrum þáttum, m.a. útlánaáhættu.

Fjármögnunarkostnaður bankans fylgi að hluta til stýrivöxtum Seðlabankans en einnig hafi aðrar fjármögnunarleiðir umtalsverð áhrif, svo sem innlán viðskiptavina, markaðsfjármögnun, erlend skuldabréfaútgáfa og eiginfjárgerningar.

mbl.is