Íbúðaverð hækkar á landinu

Húsnæðismarkaðurinn | 19. mars 2024

Íbúðaverð hækkar á landinu

Ný vísitala íbúðaverðs var 101,9 í febrúar 2024 og hækkaði um 1,9 prósent á milli mánaða. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi vísitala er birt en 100-gildi hennar miðar við janúar 2024.

Íbúðaverð hækkar á landinu

Húsnæðismarkaðurinn | 19. mars 2024

Vísitalan byggir á kaupsamningum síðastliðins mánaðar um íbúðareignir á landinu …
Vísitalan byggir á kaupsamningum síðastliðins mánaðar um íbúðareignir á landinu öllu. mbl.is/Sigurður Bogi

Ný vísitala íbúðaverðs var 101,9 í febrúar 2024 og hækkaði um 1,9 prósent á milli mánaða. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi vísitala er birt en 100-gildi hennar miðar við janúar 2024.

Ný vísitala íbúðaverðs var 101,9 í febrúar 2024 og hækkaði um 1,9 prósent á milli mánaða. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi vísitala er birt en 100-gildi hennar miðar við janúar 2024.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Með nýju vísitölunni má sjá verðþróun eftir landssvæðum og íbúðaflokkum, en gamla vísitalan sýndi einungis verðþróun á höfuðborgarsvæðinu. 

Fjölbýli á landsbyggðinni hækka mest milli mánaða

Ásamt vísitölu fyrir landið allt gefur HMS nú út fjórar undirvísitölur íbúðaverðs, en þær eru fyrir sérbýli og fjölbýli, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

Vísitala íbúðaverðs sérbýla á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,1% á milli mánaða. Það er minnsta hækkunin. Mesta hækkunin var á fjölbýlum á landsbyggðinni, eða 6,4%.

Sérbýli á landsbyggðinni hækkuðu um 1,4% á meðan fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkuðu um 2,1%.

Vísi­tala íbúða­verðs febr­ú­ar 2024.
Vísi­tala íbúða­verðs febr­ú­ar 2024. Graf/Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Nýja vísi­tal­an end­ur­spegl­ar bet­ur verð­sveifl­ur á milli mán­aða

Nýja vísitalan endurspeglar einnig betur verðsveiflur á milli mánaða og hefur breyting á vísitölum ekki áhrif á verðbólgumælingar Hagstofu. 

Þannig ætti vísitalan til dæmis ekki að taka breytingum ef hátt meðalkaupverð í einum mánuði skýrist af háu hlutfalli nýlegra eigna eða öðrum eiginleikum sem tekið er tillit til í fasteignamati.

Á myndinni má sjá nýja vísitölu íbúðaverðs bakreiknaða frá janúar 2023. Eins og myndin sýnir má greina einhverjar sveiflur á milli mánaða í nýju vísitölunni á tímabilinu.

Þar sem vísitalan byggir einungis á gögnum síðastliðins mánaðar tekur hún hraðar við sér ef markaðurinn hreyfist heldur en eldri vísitala sem notaðist við upplýsingar síðastliðinna þriggja mánaða.

mbl.is