Þyrftu að verja leigjendur fyrir hækkunum

Húsnæðismarkaðurinn | 15. mars 2024

Þyrftu að verja leigjendur fyrir hækkunum

Reykjavíkurborg þyrfti að verja leigjendur hjá Félagsbústöðum með einhverjum hætti ef leiguverð þar myndi hækka eins og umræða hefur verið uppi um. Slíkt myndi fela í sér mikil útgjöld fyrir borgina.

Þyrftu að verja leigjendur fyrir hækkunum

Húsnæðismarkaðurinn | 15. mars 2024

Heiða Björg Hilmisdóttir.
Heiða Björg Hilmisdóttir. mbl.is/Eyþór

Reykjavíkurborg þyrfti að verja leigjendur hjá Félagsbústöðum með einhverjum hætti ef leiguverð þar myndi hækka eins og umræða hefur verið uppi um. Slíkt myndi fela í sér mikil útgjöld fyrir borgina.

Reykjavíkurborg þyrfti að verja leigjendur hjá Félagsbústöðum með einhverjum hætti ef leiguverð þar myndi hækka eins og umræða hefur verið uppi um. Slíkt myndi fela í sér mikil útgjöld fyrir borgina.

Þetta segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, aðspurð.

Félagsbústaðir vöktu athygli á því í ársreikningi fyrir árið 2023 að markmið þeirra um fjárhagslega sjálfbærni hefði ekki náðst. Tæpar 400 milljónir króna vantaði upp á í árslok til að veltufé frá rekstri nægði fyrir afborgunum langtímalána.

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fram kemur í ársreikningnum að stjórn félagsins hafi lagt til hækkun leiguverðs um 1,1% en að tillagan hafi ekki fengið brautargengi í velferðarráði. Í facebookfærslu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar kemur aftur á móti fram að þessi tillaga hafi ekki verið lögð fyrir velferðarráð til afgreiðslu og að ábending þess efnis hafi verið send Félagbústöðum.

Starfshópur greinir stöðuna  

Borgarstjóri skipaði starfshóp vegna málsins í ágúst. Hlutverk hans var að greina stöðuna og koma með tillögur að viðbrögðum. Hópurinn mun skila niðurstöðum síðar í þessum mánuði, að því er segir í ársreikningnum en Félagsbústaðir hf. eru hlutafélag sem er í eigu Reykjavíkurborgar.

Húsnæði í Reykjavík.
Húsnæði í Reykjavík. mbl.is/Golli

Heiða Björg segist ljóst að tryggja þurfi tekjugrunn Félagsbústaða betur og að borgin hafi verið að skoða leiðir til þess.

„Við í velferðarráði berum ábyrgð á að meta húsnæðisþörfina fyrir mismunandi hópa og verja þá hópa ef hækka þarf leigu,” greinir Heiða Björg frá.

„Við höfum líka verið að meta hvernig, ef það yrði, við myndum verja þá þannig að sú hækkun myndi ekki bitna á þeim viðkvæma hópi sem þarna býr,” bætir hún við.  

mbl.is/Ásdís

„Yrði gríðarleg útgjaldaaukning“

Talað hefur verið um þörf á 6,5% til 10% hækkun leiguverðs til að ná sjálfbærum rekstri, að því er RÚV greindi frá.

„Ef svo yrði þá yrði gríðarleg útgjaldaaukning hjá okkur,” segir Heiða Björg.

mbl.is