Kemur niður á fátækum

Húsnæðismarkaðurinn | 24. mars 2024

Kemur niður á fátækum

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, gagnrýnir fyrirhugað útboð Kópavogsbæjar á lóðum í Vatnsendahvarfi. Bærinn taki ekki tillit til efnaminna fólks heldur reyni að hámarka tekjur sínar af lóðasölunni.

Kemur niður á fátækum

Húsnæðismarkaðurinn | 24. mars 2024

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Ljósmynd/Aðsend

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, gagnrýnir fyrirhugað útboð Kópavogsbæjar á lóðum í Vatnsendahvarfi. Bærinn taki ekki tillit til efnaminna fólks heldur reyni að hámarka tekjur sínar af lóðasölunni.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, gagnrýnir fyrirhugað útboð Kópavogsbæjar á lóðum í Vatnsendahvarfi. Bærinn taki ekki tillit til efnaminna fólks heldur reyni að hámarka tekjur sínar af lóðasölunni.

Þetta kemur fram í laugardagsblaði Morgunblaðsins. Tilefnið er frétt í Morgunblaðinu á föstudag um fyrstu úthlutun lóða í Vatnsendahvarfi en alls verða 500 íbúðir í hverfinu fullbyggðu.

„Minnihlutinn óskaði eftir minnisblaði frá bæjarlögmanni um hvaða skyldur bæjarfélagið hefur í húsnæðismálum. Það er alveg skýrt að í lögum um húsnæðismál segir að helstu verkefni sveitarfélaga séu þríþætt,“ segir Sigurbjörg Erla.

Ekki farið að lögum

„Það er í fyrsta lagi að greina þörfina fyrir ólíkar tegundir húsnæðis í bænum. Það er búið að greina þörfina í húsnæðisáætlunum okkar og þar segir að 35% Kópavogsbúa séu undir tekju- og eignamörkum.

Í öðru lagi segir í lögunum að við eigum að gera áætlanir út frá þessum greiningum okkar. Við erum búin að gera það og í áætlunum okkar, til dæmis í aðalskipulagi Kópavogs, er fjallað um að tryggja skuli húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir alla hópa.

Í þriðja lagi segir í lögunum að við eigum að ráðstafa lóðum til þess að uppfylla þessi markmið. Og við erum ekki að gera það,“ segir Sigurbjörg Erla.

Eins og í Garðabæ

Hún telur aðspurð að markmið Kópavogsbæjar sé að fá sem mesta fjármuni fyrir lóðirnar.

„Markaðurinn er aldrei að fara að leysa húsnæðisvanda tekjulægri hópa. Við munum aldrei fá ódýrar íbúðir með þessum hætti. Ég hugsa að lóðarverð á íbúð verði sambærilegt og í Garðabæ þar sem þessi leið hefur verið farin.

Aðalatriðið er að Kópavogsbær er að skorast undan sínu hlutverki. Við erum næststærsta sveitarfélagið og skilum auðu þegar kemur að húsnæði fyrir tekjulægra fólk.

Það er eins og markmiðið sé að hverfið skuli aðeins vera fyrir efnameira fólk. Það er eins og það sé ekki pólitískur vilji til að skapa rými fyrir þá tekjulægri.“

mbl.is