Sala nýrra íbúða tekin að glæðast

Húsnæðismarkaðurinn | 27. mars 2024

Sala nýrra íbúða tekin að glæðast

Vísbendingar eru um að líf sé að færast í fasteignamarkaðinn eftir rólegt ár í fyrra. Það birtist meðal annars í góðri sölu á nýjum íbúðum.

Sala nýrra íbúða tekin að glæðast

Húsnæðismarkaðurinn | 27. mars 2024

Seldar hafa verið íbúðir í Smárabyggð fyrir milljarða í ár.
Seldar hafa verið íbúðir í Smárabyggð fyrir milljarða í ár. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vísbendingar eru um að líf sé að færast í fasteignamarkaðinn eftir rólegt ár í fyrra. Það birtist meðal annars í góðri sölu á nýjum íbúðum.

Vísbendingar eru um að líf sé að færast í fasteignamarkaðinn eftir rólegt ár í fyrra. Það birtist meðal annars í góðri sölu á nýjum íbúðum.

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, segir sölu fyrirtækisins á nýjum íbúðum hafa verið umfram væntingar undanfarna mánuði. Fyrir vikið verði nýjum verkefnum flýtt. ÞG Verk hafi selt 104 íbúðir frá áramótum.

Þorvaldur telur að eftirspurn frá Grindvíkingum eigi mikinn þátt í að salan sé umfram væntingar.

„Ég held að það sé meginástæðan, en líka að markaðurinn reiknar með verðhækkunum þegar fram í sækir. Það ástand sem skapaðist í kjölfar atburðanna í Grindavík skapaði eftirspurn og söluþrýsting sem aftur hefur áhrif á aðra sem eru í kauphugleiðingum, það hefur viss hliðaráhrif. Auk þess hefur það örvað og stutt við söluna að boðið hefur verið upp á hlutdeildarlán,“ segir Þorvaldur.

Sömu sögu er að segja frá Álftanesi en Þingvangur hefur selt fjölda íbúða í Lambamýri til Grindvíkinga.

Kristján Baldursson, löggiltur fasteignasali hjá Trausta fasteignasölu, segir hafa lifnað yfir fasteignamarkaði á árinu. Þá sérstaklega eftir undirritun kjarasamninga í byrjun mars.

Undirliggjandi spenna

„Árið 2023 var frekar rólegt í fasteignasölu. Vaxtahækkanir Seðlabankans voru farnar að bíta og samningar voru að losna á almennum vinnumarkaði. Salan í janúar var þokkaleg og aðeins betri í febrúar og hefur svo aukist mikið. Það er mikil undirliggjandi spenna á markaðnum enda gátu margir ekki keypt eign í fyrra út af stífara greiðslumati hjá bönkunum og háu vaxtastigi. Því hafa margir verið að bíða eftir góðum fréttum og um leið og kjarasamningar voru undirritaðir fór allt af stað,“ segir Kristján um ganginn á markaðnum.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is