Grindvíkingar áberandi í kaupendahópi á Álftanesi

Húsnæðismarkaðurinn | 6. mars 2024

Grindvíkingar áberandi í kaupendahópi á Álftanesi

Grindvíkingar hafa verið áberandi meðal kaupenda nýrra íbúða í Lambamýri á Álftanesi.

Grindvíkingar áberandi í kaupendahópi á Álftanesi

Húsnæðismarkaðurinn | 6. mars 2024

Lambamýri.
Lambamýri. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Grindvíkingar hafa verið áberandi meðal kaupenda nýrra íbúða í Lambamýri á Álftanesi.

Grindvíkingar hafa verið áberandi meðal kaupenda nýrra íbúða í Lambamýri á Álftanesi.

Þetta staðfestir Pálmar Harðarson, eigandi verktakafyrirtækisins Þingvangs, sem byggir húsin.

Um er að ræða sex fjölbýlishús með húsnúmerin 1 til 6. Lambamýrin er austan við sundlaugina á Álftanesi og ekki langt frá hringtorginu við afleggjarann að Bessastöðum.

Þingvangur hefur selt 29 af 58 íbúðum sem eru komnar í sölu en 26 eiga eftir að koma í sölu. Alls verða því 84 íbúðir í Lambamýri 1 til 6. Telja verður gott að hafa selt svo hátt hlutfall íbúða miðað við ganginn á markaðnum og í ljósi þess að síðustu íbúðirnar verða afhentar í byrjun næsta árs.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is