Mikill fjöldi umsókna

Húsnæðismarkaðurinn | 27. mars 2024

Mikill fjöldi umsókna

546 Grindvíkingar hafa óskað eftir því að selja Fasteignafélaginu Þórkötlu ehf. íbúðarhúsnæði sitt.

Mikill fjöldi umsókna

Húsnæðismarkaðurinn | 27. mars 2024

Frá Grindavík.
Frá Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

546 Grindvíkingar hafa óskað eftir því að selja Fasteignafélaginu Þórkötlu ehf. íbúðarhúsnæði sitt.

546 Grindvíkingar hafa óskað eftir því að selja Fasteignafélaginu Þórkötlu ehf. íbúðarhúsnæði sitt.

Þetta kemur fram í tilkynningu fá félaginu á Island.is. Þar segir að þrátt fyrir mikinn fjölda umsókna stefnir félagið enn að því að hefja kaupin í byrjun apríl.

„Vinna stendur yfir hjá félaginu, Stafrænu Íslandi og sýslumönnum við undirbúning á uppgreiðslu lána, afléttingu kvaða og nauðsynlega skjalagerð. Mörgum fyrirspurnum frá Grindvíkingum hefur verið svarað og unnið er að greiningu og flokkun umsókna,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir ennfremur að við forgangsröðun kaupanna verði í flestum tilvikum miðað við dagsetningu umsóknar í stafræna umsóknarkerfinu sem sett var upp sérstaklega fyrir verkefnið.

Við þá flokkun verður þó tekið tillit til þeirra sem ekki gátu klárað umsókn vegna tæknilegra ágalla fyrstu dagana eftir að opnað var fyrir stafrænar umsóknir, en hafa síðar gengið frá umsókn sinni.

mbl.is