Skiljanleg ákvörðun að lækka ekki stýrivexti

Vextir á Íslandi | 20. mars 2024

Skiljanleg ákvörðun að lækka ekki stýrivexti

Ákvörðun Peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands um að halda stýrivöxtum óbreyttum er skiljanleg.

Skiljanleg ákvörðun að lækka ekki stýrivexti

Vextir á Íslandi | 20. mars 2024

Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, segir ákvörðun Peningastefnunefndar vera skiljanlega.
Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, segir ákvörðun Peningastefnunefndar vera skiljanlega. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ákvörðun Peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands um að halda stýrivöxtum óbreyttum er skiljanleg.

Ákvörðun Peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands um að halda stýrivöxtum óbreyttum er skiljanleg.

Þetta segir Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands, í samtali við mbl.is.

Sjálfur kveðst Finnbjörn hafa reiknað með því að stýrivextir myndu lækka lítillega og hafði hann vonast til þess. Skortur er á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, sem Finnbjörn segir mega rekja til hárra stýrivaxta.

„En að hluta til þá skil ég hvað þau eru að gera. Og það er náttúrulega það að við vorum að gera kjarasamninga og erum nýbúin að skrifa undir. Það á eftir að sjá hvernig verður unnið úr þeim og þá sérstaklega varðandi atvinnurekendur, hvort að þeir ætli að fara velta þessu út í verðlagið,“ segir Finnbjörn.

Eins og greint hefur verið frá þá hefur Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands ákveðið halda meg­in­vöxtum bank­ans, vext­ir á sjö daga bundn­um inn­lán­um, óbreyttum í 9,25%.

Verið að senda þeim sem eiga eftir að semja skilaboð

Hann segir að atvinnurekendur verði að sýna ábyrgð og aðhald og að þeir megi alls ekki velta launahækkunum út í verðlagið.

„Þannig að ég skil alveg þessa afstöðu þeirra [Peningastefnunefndar],“ ítrekar Finnbjörn.

Heldur þú þá að Peningastefnunefnd sé svolítið að bíða og sjá hvaða raun kjarasamningar munu gefa?

„Já ég held það. Og líka á þá aðila sem eiga eftir að semja – að þeir fylgi þessari launastefnu sem búið er að marka. Ég ímynda mér að það sé grunntónninn í því að lækka ekki stýrivexti núna. Samt sem áður var von mín að þeir myndu gera það [lækka vexti] og styðja svolítið við þessa stefnu sem við vorum að marka í kjarasamningunum. En þeir eru náttúrulega að því líka með því að gera þetta ekki, en þá gera þeir það síðar væntanlega,“ segir Finnbjörn.

mbl.is