Kjarasamningur SGS samþykktur með 82% atkvæða

Kjaraviðræður | 20. mars 2024

Kjarasamningur SGS samþykktur með 82% atkvæða

Kosningu um nýjan kjarasamning Starfsgreinasamband Íslands við Samtök atvinnulífsins lauk fyrir hádegi. Kjarasamningurinn var samþykktur með 82% greiddra atkvæða.

Kjarasamningur SGS samþykktur með 82% atkvæða

Kjaraviðræður | 20. mars 2024

Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS og VLFA, greindi frá niðurstöðunni.
Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS og VLFA, greindi frá niðurstöðunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kosningu um nýjan kjarasamning Starfsgreinasamband Íslands við Samtök atvinnulífsins lauk fyrir hádegi. Kjarasamningurinn var samþykktur með 82% greiddra atkvæða.

Kosningu um nýjan kjarasamning Starfsgreinasamband Íslands við Samtök atvinnulífsins lauk fyrir hádegi. Kjarasamningurinn var samþykktur með 82% greiddra atkvæða.

„Það er mat formanns VLFA og SGS að þetta sýni og sanni að sú stefna sem tekin var við gerð þessa kjarasamnings hafi farið vel í okkar félagsmenn. Sú stefna laut að því að ganga hér frá langtímasamningi þar sem aðalmarkmið yrði lækkun verðbólgu og vaxta ásamt ríkulegum aðgerðapakka frá stjórnvöldum,“ segir í tilkynningu á vef VLFA. 

mbl.is