„Rennur ekkert ljúflega niður í það kok“

Kjaraviðræður | 14. mars 2024

„Rennur ekkert ljúflega niður í það kok“

„Ég held að niðurstaðan hafi verið ásættanleg miðað við aðstæður,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR eftir að samningar náðust í kjaradeilu VR og Samtaka atvinnulífsins skömmu eftir miðnætti. 

„Rennur ekkert ljúflega niður í það kok“

Kjaraviðræður | 14. mars 2024

Við undirritun samninga laust eftir miðnætti.
Við undirritun samninga laust eftir miðnætti. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég held að niðurstaðan hafi verið ásættanleg miðað við aðstæður,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR eftir að samningar náðust í kjaradeilu VR og Samtaka atvinnulífsins skömmu eftir miðnætti. 

„Ég held að niðurstaðan hafi verið ásættanleg miðað við aðstæður,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR eftir að samningar náðust í kjaradeilu VR og Samtaka atvinnulífsins skömmu eftir miðnætti. 

„Miðað við þær línur sem var búið að leggja og sömuleiðis að við fengum á okkur atkvæðagreiðslu um verkbann sem átti að ná yfir 20.000 félaga okkar,“ sagði Ragnar. 

Aðspurður segir hann að auðvitað vilji samninganefnd VR alltaf ná meiru fram í samningagerð, enda vilji þau ávalt gera betur fyrir sitt fólk. 

Fylgja því eftir að vinnutími verði samfelldur

Spurður hvort náðst hafi ásættanlegt samkomulag varðandi þau atriði er snúa að starfsfólki Icelandair í farþega- og hleðsluþjón­ustu á Keflavíkurflugvelli segir Ragnar áfangasigri hafa verið náð og talsverðum kjarabótum, umfram aðalkjarasamninga verið náð fyrir þann hóp.

„Svo verður líka farið í þá vinnu, sem á að ljúka í desember á þessu ári, að koma vaktafyrirkomulaginu þannig fyrir að vinnutími verður samfelldur og við munum fylgja því mjög vel eftir að svo verði,“ segir Ragnar og bætir við að ríkissáttasemjari verði hluti af því verkefni.

Þannig það er tryggt að vinnutími verði samfelldur?

„Það er auðvitað ekki tryggt en við teljum að við höfum komið því þannig fyrir að við getum farið í þetta verkefni af töluverðri festu.“

Fram til þessa hefur um helmingur starfsmanna ekki notið rétt­ar til sam­fellds vinnu­tíma yfir vetr­ar­mánuðina og gert að starfa á svokölluðum stubbavöktum. 

Ekkert einfalt í viðræðum við SA

Voru önnur atriði samninganna tiltölulega skjótt um samin er samkomulag hafði náðst um þessi atriði?

„Það er ekkert einfalt þegar kemur að viðræðum við Samtök atvinnulífsins og það rennur ekkert ljúflega niður í það kok. En jújú eins og ég segi það var auðvitað tekist á um fjölmörg atriði. Þetta eru auðvitað ólíkir kjarasamningar.“

mbl.is