Flugvirkjar felldu en sjómenn hefja viðræður

Sjómenn að störfum.
Sjómenn að störfum. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Flugvirkjar hjá GMT ehf., sem meðal annars þjónusta Play, felldu í gær kjarasamning milli Flugvirkja­félags Íslands og GMT ehf. Kjörsókn var 100% og sögðu 13 nei (72,22%) en fjórir já (22,22%). Einn tók ekki afstöðu (5,56%). Þetta segja forsvarsmenn flugvirkja hjá GMT ehf. sem þjónusta Play.

Flugvirkjar GMT þjónusta Play, Bluebird Nordic og 20 önnur flugfélög.

Samningar eru nú lausir en árið 2018 var samið um að flugvirkjarnir fylgdu aðalkjarasamningi Flugvirkjafélags Íslands sem þá var undirritaður og flestir flugvirkjar starfa eftir. Áður en kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hófst stóð til að ræða um nýj­an kjara­samn­ing flug­virkja hjá GMT. Í far­aldr­in­um var flug­virkj­um hjá fyr­ir­tæk­inu aft­ur á móti sagt upp. Eft­ir að þeir voru end­ur­ráðnir vorið 2021 hef­ur staðið til að gera við þá nýj­an kjara­samn­ing.

Forsvarsmenn Sjómannasambandsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi funduðu hjá ríkissáttasemjara í Karphúsinu í gær. Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambandsins segir viðræðurnar á byrjunarstigi.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »