Biðlar til sjómanna að fella ekki samninginn

Það þótti mikill áfangi þegar fulltrúar sjómanna og útgerða náðu …
Það þótti mikill áfangi þegar fulltrúar sjómanna og útgerða náðu saman um nýjan kjarasamning. Nú biðlar varaformaður Sjómannasambands Íslands til félagsmanna að hafna ekki samningnum á röngum forsendum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Svo virðist sem einhver ótti hafi skapast um að sjómenn hafni kjarasamningnum sem nýlega var undirritaður milli fulltrúa sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Talið er að villandi upplýsingar um samninginn séu í dreifingu á samfélagsmiðlum í tengslum við breytingar á skiptaprósentu vegna fjárfestinga, en prósentan en grundvöllur launa sjómanna.

Í pistli sem birtur hefur verið á vef Sjómannasambands Íslands biðlar Ægir Ólafsson, varaformaður sambandsins, til sjómanna um að samþykkja samninginn.

„Það væri stórslys ef nýja kjarasamningnum yrði hafnað í yfirstandandi atkvæðagreiðslu. Þá tæki við algjör óvissa, ástand sem ég held að við höfum fengið miklu  meira en nóg af. Ég hvet sjómenn til að nýta sér atkvæðarétt sinn og taka upplýsta ákvörðun byggða á staðreyndum en láti sér rangfærslur og rangtúlkanir um efni samningsins um eyru þjóta.“ skrifar hann.

Forsendan aukin aflaverðmæti

Kvöldið 9. ferbúar síðastliðinn undirrituðu fulltrúar stéttarfélaga sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi kjarasamning til tíu ára, en samningar höfðu verið lausir frá 2019. Mikil ánægja var með samninginn meðal fulltrúa sjómanna sem sögðu mikinn árangur hafa náðst.

„Því miður er það svo að á samfélagsmiðlum er ýmislegt sagt og fullyrt um nýja samninginn sem er rangfært, rangtúlkað eða á sér enga stoð í veruleikanum. Umræða á þeim nótum er hvorki uppbyggileg né skynsamleg heldur beinlínis háskaleg!“ segir í Ægir í pistlinum.

Þá gerir hann að umræðuefni ákvæði samningsins um breytingar á skiptaprósentu við fjölgun eða fækkun í áhöfn. „Forsenda breytingar á skiptaprósentu er að verðmæti aflans aukist við fjárfestingu sem farið er í (nýtt skip eða meiriháttar breyting) og að útgerð og áhöfn skipti ágóðanum af fjárfestingunni á milli sín þannig að árslaun hækki,“ segir hann.

Jafnframt áréttar Ægir að ekki sé verið að endurvekja nýsmíðaákvæði samninga og að það falli úr gildi 2031 eins og samið var um í síðustu samningum.  „Fjárfesting sem slík réttlætir ekki breytingu á skiptaprósentu. Hún þarf að skila auknu aflaverðmæti og hærri launum á hlut/mann á ári. Þannig að, sjómenn góðir, laun ykkar skerðast ekki þótt komi nýr ofn í eldhúsið, nýr flokkari á millidekkið eða nýtt millidekk! Það er alveg á hreinu.“

Árangur á sviði lífeyrismála stórtíðindi

Ægir fullyrðir að það sé margt í samningnum sem mun koma sjómönnum til góða á komandi árum. Bendir hann á hækkun kaupliða og tengingu við launahækkanir í almennum kjarasamningum á íslenskum vinnumarkaði, að hlutaskiptakerfið sé tryggt óháð verðlagsbreytingum olíu eða annarra orkugjafa, aukið gagnsæi í viðskiptum sem eykur traust milli sjómanna og útgerða, að staða og réttindi trúnaðarmanna séu treyst og að unnið verði að auknu öryggi sjómanna.

Þá séu ákvæði um lífeyrismál sjómanna stórtíðindi að mati hans. „Átakaefni sjómanna og útvegsmanna til margra ára heyrir nú sögunni til. Þeir sem velta því fyrir sér í alvöru að hafna kjarasamningnum í atkvæðagreiðslunni stuðla um leið að því að afsala sjómönnum milljörðum króna sem ella rynnu inn í lífeyriskerfi okkar á komandi árum! Hvaða glóra er nú í því?“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »