„Ekki kjörstaða að vera í“

Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður Félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna, kvaðst reikna …
Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður Félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna, kvaðst reikna með samningaviðræðum í næstu viku er hann var spurður út í stöðuna á vettvangi kjaramála. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það sem hefur skipt mína menn rosalega miklu máli er þetta tímakaup sem þeir eru að vinna á þegar þeir eru í landi og ég er kominn með vilyrði fyrir því að geta komið því í þokkalegt horf,“ segir Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður Félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna, VM, í samtali við mbl.is um horfur í kjarasamningsmálum þar á bæ nú er Sjómannasambandið hefur nýsamþykkt sinn samning.

„Ég er nú orðinn þekktur niðri í húsi sáttasemjara sem maðurinn sem skrifar helst ekki undir samninga,“ segir Guðmundur með aðkenningu að hlátri og segir einhver atriði detta út úr samningi VM sem gott sé að losna við og önnur atriði koma inn sem séu til bóta.

„Þurfum bara að bera það í baklandið“

„En þetta er náttúrulega ekki kjörstaða að vera í, stéttarfélög sem verða svona eftir á hafa ekki mikið svigrúm án þá mikilli átaka. Nú er örugglega óþol í ríkisstjórninni að menn séu að fara að búa til verkföll gagnvart sjómönnum, þannig að við erum að fara aðeins yfir texta og kauptaxta og svo þurfum við bara að bera það í baklandið hvort þetta sé eitthvað sem við treystum okkur til að fara með í kosningu,“ segir formaðurinn af stöðu mála í kjarasamningum félagsins.

Aðspurður kveður Guðmundur hans fólk ekki hafa sett sér sérstök tímamörk. „Síðast þegar ég heyrði í þeim sagði ég að við skyldum bara heyrast eftir þessa helgi og sjá hvað við gætum gert í þeirri viku. Svo eru þarna fleiri félög eftir, ég þarf að heyra í þeim, það eru bæði Grindvíkingarnir og Sjómannafélag Íslands, við stöndum þarna þrír eftir einir og ég hef trú á því að öll félögin fari með eitthvað svipað af stað,“ segir hann.

En ertu þokkalega bjartsýnn á stöðuna þrátt fyrir allt og allt?

„Ef við náum að búa til eitthvað sem er vit í,“ svarar Guðmundur og vísar þar til tímakaupsins í landi sem hann eygir von um að koma í viðunandi horf. „Ég þori eiginlega ekkert að segja um þetta fyrr en við erum búnir að eiga samtalið í næstu viku,“ heldur hann áfram og sendir Sjómannasambandinu því næst kveðju.

„Ég óska Sjómannasambandinu og Valmundi [Valmundssyni formanni] til hamingju með þennan árangur, þetta var meira afgerandi en ég átti von á [...] Ég er svona sá sem er erfiðastur í taumi þegar kemur að því að enda hlutina. Maður vill alltaf aðeins meira,“ segir Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM, að lokum um samningsstöðuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »