Lágstemmd Liverpool við krýningu konungs

Kóngafólk | 6. maí 2023

Lágstemmd Liverpool við krýningu konungs

Íbúar Liverpool-borgar lögðu margir hverjir leið sína í Eurovision-þorpið við höfnina í morgun til að fylgjast með útsendingu frá krýningarathöfn Karls III. Bretakonungs. Þar var líka fjöldi erlendra ferðamanna sem komin er til borgarinnar vegna Eurovision.

Lágstemmd Liverpool við krýningu konungs

Kóngafólk | 6. maí 2023

Íbúar Liverpool-borgar lögðu margir hverjir leið sína í Eurovision-þorpið við höfnina í morgun til að fylgjast með útsendingu frá krýningarathöfn Karls III. Bretakonungs. Þar var líka fjöldi erlendra ferðamanna sem komin er til borgarinnar vegna Eurovision.

Íbúar Liverpool-borgar lögðu margir hverjir leið sína í Eurovision-þorpið við höfnina í morgun til að fylgjast með útsendingu frá krýningarathöfn Karls III. Bretakonungs. Þar var líka fjöldi erlendra ferðamanna sem komin er til borgarinnar vegna Eurovision.

Þeir íbúar sem blaðamaður mbl.is spjallaði við í þorpinu sögðust vera ánægðir með konunginn en að Kamilla yrði aldrei þeirra drottning. Þau klæddu sig þó upp á í tilefni dagsins.

Lítið fyrir konungsfjölskylduna 

Heimamaður sem rekur matarvagn með „scouse“-kássu tjáði blaðamanni að hann væri lítið fyrir konungsfjölskylduna og að fólk á svæðinu væri lítið fyrir það prjál sem henni fylgdi. Svo seldi hann blaðamanni kássu, sem bragðaðist eins og vel krydduð íslensk kjötsúpa með nautakjöti, en ekki lambakjöti. 

Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá hvernig stemningin var í Eurovision-þorpinu um hádegisbil í Liverpool í dag, eða skorturinn á stemningu öllu frekar.

Scouse-kássan var öllu meira spennandi en krýningarathöfnin.
Scouse-kássan var öllu meira spennandi en krýningarathöfnin. mbl.is/Sonja
mbl.is