Með heilt bæjarfélag á bakinu

Með heilt bæjarfélag á bakinu

„Þetta er bara hátíð, það er ekkert flóknara en það,“ sagði íþróttasálfræðingurinn Hafrún Kristjánsdóttir í samtali við mbl.is fyrir utan Fjósið á Hlíðarenda í dag.

Með heilt bæjarfélag á bakinu

Úrslitaeinvígi Vals og Tindastóls | 18. maí 2023

Hafrún Kristjánsdóttir er íþróttasálfræðingur.
Hafrún Kristjánsdóttir er íþróttasálfræðingur. mbl.is/Binni

„Þetta er bara hátíð, það er ekkert flóknara en það,“ sagði íþróttasálfræðingurinn Hafrún Kristjánsdóttir í samtali við mbl.is fyrir utan Fjósið á Hlíðarenda í dag.

„Þetta er bara hátíð, það er ekkert flóknara en það,“ sagði íþróttasálfræðingurinn Hafrún Kristjánsdóttir í samtali við mbl.is fyrir utan Fjósið á Hlíðarenda í dag.

„Það er ýmislegt í gangi í hausnum á leikmönnum þessa stundina og það fer meðal annars eftir reynslu. Ég er hins vegar alveg viss um að spennustigið er ansi hátt hjá mörgum þeirra og það er misjafnt hvort menn túlki það á jákvæðan og neikvæðan hátt.

Ég held til dæmis að stuðningurinn sem Tindastóll hefur fengið á heimavelli geti verið hjálplegur en ég held að hann geti líka snúist gegn þér, fyrir einhverja allavega.

Það er bara þannig að þeir eru með bæjarfélagið á bakinu og þeir geta varla farið út í búð án þess að það sé rætt um einvígið við þá. Þetta getur verið því verið tvíeggja sverð og mögulega sýndi það sig í síðasta leik.

Þetta snýst hins vegar mikið um reynslu líka eins og ég sagði áðan og hvernig þú túlkar aðstæðurnar sem þú ert í hverju sinni,“ sagði Hafrún.

Hafrún er mikill Valsari og vonast til þess að hennar lið fagni sigri í kvöld.

„Ég er sultuslök og ég hef fylgst með körfuboltanum í Val frá því að ég var krakki. Ég er mikill Valsari og ég er ótrúlega glöð fyrir hönd deildarinnar þegar horft er til þess hvert körfuboltinn í Val er kominn,“ bætti Hafrún við í samtali við mbl.is.

Stuðningsmenn Tindastóls hafa verið magnaðir í úrslitaeinvíginu.
Stuðningsmenn Tindastóls hafa verið magnaðir í úrslitaeinvíginu. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson
mbl.is